Sleepless in Seattle
Öllum leyfð
GamanmyndRómantískDrama

Sleepless in Seattle 1993

What if someone you never met, someone you never saw, someone you never knew was the only someone for you?

6.8 148938 atkv.Rotten tomatoes einkunn 73% Critics 7/10
105 MÍN

Eftir að Sam Baldwin missir eiginkonu sína þá flytur hann ásamt syni sínum Jonah frá Chicago til Seattle, til að jafna sig á sorginni eftir dauða konunnar, Maggie. Átján mánuðum síðar þá er Sam enn að syrgja konuna og á erfitt með svefn. Þó að Jonah sakni einnig mömmu sinnar, þá vill hann finna nýja konu handa pabba sínum, en Sam er ekki enn til í... Lesa meira

Eftir að Sam Baldwin missir eiginkonu sína þá flytur hann ásamt syni sínum Jonah frá Chicago til Seattle, til að jafna sig á sorginni eftir dauða konunnar, Maggie. Átján mánuðum síðar þá er Sam enn að syrgja konuna og á erfitt með svefn. Þó að Jonah sakni einnig mömmu sinnar, þá vill hann finna nýja konu handa pabba sínum, en Sam er ekki enn til í að fara að hitta aðrar konur. Á aðfangadagskvöld, eftir að Jonah hringir í símatíma í útvarpi, þá segir Sam sögu sína í spjallþættinum sem sendur er út um öll Bandaríkin, hvað samband hans og Maggie hafi verið gott og hvað hann sakni hennar mikið. Á meðal margra kvenna sem heyra í Sam í útvarpinu er Annie Reed, blaðamaður sem býr í Baltimore. Hún hrífst af sögu Sam þó að hún sé sjálf trúlofuð kærasta sínum. En samband hennar við kærastann Walter er langt frá draumi hennar um hið ástríka líf sem henni hefur alltaf dreymt um þegar hún horfir á bíómyndina An Affair to Remember... ... minna

Aðalleikarar

Tom Hanks

Sam Baldwin

Meg Ryan

Annie Reed

Ross Malinger

Jonah Baldwin

Leikstjórn

Handrit


UMFJALLANIR AF ÖÐRUM MIÐLUM


Svipaðar myndir


Gagnrýni (2)


Mér finnst þessi mynd frekar skemmtileg en ekki mjög góður söguþráður þó. Tom Hanks..var fyrir vonbrigðum með hann í þessari mynd og Meg Ryan er alltaf eins.


Samt ágæt skemmtun
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frábær rómantísk gamanmynd um mann(Tom Hanks)sem hefur misst konu sína. Hann flytur síðan til Seattle og þar lendir hann í því að sonur hans hringir í svona sálfræðiútvarpsþátt og lætur pabba sinn tala við útvarpssálfræðinginn og ein konan heyrir þetta og ákveður að senda honum bréf. Myndin fjallar síðan um það að sonur hans vill að hann hitti þessa konu því honum líkar ekki við núverandi kærustu pabba sinn og hvort honum takist það eður ey. Frábærar flækjur og plot í myndinni gera þetta að úrvals mynd og mæli ég með henni fyrir alla aldurshópa.

Þrjár og hálf verður það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn