Náðu í appið
Öllum leyfð

Big 1988

Justwatch

Have you ever had a really big secret?

104 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 98% Critics
The Movies database einkunn 73
/100
Tilnefnd til tveggja Óskarsverðlauna.

Ungur drengur fer í dularfulla maskínu á sýningarsvæði, og óskar sér þess að hann verði stór. Hann vaknar daginn eftir og uppgötvar að óskin hefur ræst og líkami hans varð eins og á fullorðnum manni á einni nóttu. En hann er ennþá sami 12 ára strákurinn að innan og hann var daginn áður. Núna þarf hann að læra hvernig það er að vera fullorðinn,... Lesa meira

Ungur drengur fer í dularfulla maskínu á sýningarsvæði, og óskar sér þess að hann verði stór. Hann vaknar daginn eftir og uppgötvar að óskin hefur ræst og líkami hans varð eins og á fullorðnum manni á einni nóttu. En hann er ennþá sami 12 ára strákurinn að innan og hann var daginn áður. Núna þarf hann að læra hvernig það er að vera fullorðinn, eins og að fá sér vinnu, og eiga í ástarsambandi við konu. Hverju fleiru mun hann komast að í þessari skrýtnu nýju veröld? ... minna

Aðalleikarar


Heillandi og vel gerð kvikmynd sem fjallar um þrettán ára strák sem fær ósk sína uppfyllta, og verður fullorðinn í einu vetfangi en aðeins líkamlega. Vönduð og vel unnin kómedía með alvarlegum undirtón þrettán ára lífssýnar í hörðum heimi fertugsaldursins. Leikstjórinn, Penny Marshall, er einkar flink í að setja upp þessar andstæður og láta þær skella saman í gamni og alvöru en hér er hinsvegar ekki gert út á kómedíu fíflaskaparans heldur er kímnin fundin í hinu smáa. Tom Hanks fer hreint alveg á kostum í hlutverkinu. Ekki má heldur gleyma þeim Elizabeth Perkins, John Heard og Robert Loggia. Ég gef kvikmyndinni BIG þrjár og hálfa stjörnu og mæli eindregið með henni við alla þá sem vilja eiga notalega og umfram allt skemmtilega kvöldstund. Hún er nefnilega pottþétt skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

28.01.2024

Hundur sem rímar og brúða með ímyndunarafl

Teiknimyndin Bestu vinir, eða The Inseperables, er komin í bíó. Þar kynnast leikbrúðan, Don, sem er á flótta úr brúðuleikhúsinu, og yfirgefni tuskuhundurinn DJ Doggy Dog sem þráir að eignast góðan vin. Þeir reka...

29.06.2023

Frumefnin flugu hæst

Frumefnin í teiknimyndinni Elemental voru vinsælust í bíó um síðustu helgi hér á landi en næstum því þrjú þúsund manns borguðu sig inn á myndina og tekjur voru 4,5 milljónir króna. Spider-Man: Across the Sp...

10.02.2023

Magic Mike fer aftur á svið

Lánið hefur ekki leikið við „Magic“ Mike Lane. Viðskiptaævintýri fór illa og nú er hann blankur afleysingabarþjónn í Flórída. Þannig hefst myndin Magic Mike´s Last Dance sem kemur í bíó í dag.  [movie...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn