Wonderland 2003

104 MÍNDramaSpennutryllirGlæpamyndRáðgáta

Sex, drugs, murder. Welcome to L.A.

Wonderland
Frumsýnd:
5. desember 2003
Leikstjórn:
Leikarar:
Handrit:
Tungumál:
Enska
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ofbeldi
Í myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir
Myndin vísar til eða sýnir notkun vímuefna
Í myndinni er ljótt orðbragð

John Holmes var goðsögn í klámiðnaðinum. En árið 1982, mörgum árum eftir að stjarna hans fór að hníga til viðar, þá var Holmes örvæntingarfullur maður sem átti við eigin innri djöfla að etja. Hann var skilinn... Lesa meira

John Holmes var goðsögn í klámiðnaðinum. En árið 1982, mörgum árum eftir að stjarna hans fór að hníga til viðar, þá var Holmes örvæntingarfullur maður sem átti við eigin innri djöfla að etja. Hann var skilinn við konu sína, og átti í ástarsambandi við stúlku á táningsaldri sem hafði verið hjákona hans, og bjó sem eiturlyfjafíkill, sífellt í leit að næsta skammti. En eitt örlagaríkt kvöld finnast fjórar manneskjur látnar, og John og hans fólk, hjákonan og eiginkonan, eru grunuð um verknaðinn, sem var eitt skelfilegasta morð í sögu Los Angeles. ... minna

Kostaði: $5.000.000
Tekjur: $2.466.444

LEIKSTJÓRN

LEIKARAR

Sjá fleiri sem leika í myndinni

HANDRIT

GAGNRÝNI (3)

0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Alveg þokkalegur þriller byggður á sannsögulegum atburðum þegar klámmyndaleikarinn John Holmes var bendlaður við fjórfalt morð árið 1981. Wonderland er alls ekki slæm mynd en hún er illa unnin og líður mikið fyrir ruglningslegt handrit og hallærislega myndatöku. Þó er ýmislegt sem heldur manni við efnið og ber þá helst að nefna fjöruga atburðarrás þó að ég hefði viljað sjá hana ekki alveg svona ruglningslega(kannski er það bara ég, ég veit ekki...) og leikurinn er alveg súper. Mjög gaman að sjá Lisa Kudrow leika manneskju með greindavísitölu yfir 80 og Val Kilmer kemur með stjörnuleik sem sjálfur Holmes. Annars kemur það á óvart að það skuli vera gerð mynd um Holmes sem einblínir ekki á klámmyndaferil hans heldur þáttöku hans í áðurgreindu morðum og eiginlega bara skemmtilega á óvart því að hefði verið bara fókuserað á klámmyndaferilinn þá hefði það verið eitthvað svo týpískt(já, ég er að hugsa um Boogie nights). Í stuttu máli sagt er Wonderland góð mynd og Val Kilmer gæðir hlutverki sínu miklu lífi en myndin er bara ekki nógu vönduð sem dregur hana niður og því fær hún frá mér tvær stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Wonderland fjallar um líf John Holmes, eiturlyfjaneyslu, klámferil og einkalíf. Myndin er stórgóð og Val Kilmer stendur sig mjög vel og smell passar í hlutverk klámkóngsins. Myndin er sýnd frá tvem sjónarhornum sem er mjög skemmtilegt þar sem morðin við Wonderland hafa ekki enn upplýsts almennilega.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Kvikmyndin fjallar um klámmyndastjörnuna John Holmes en aðallega um tengingu hans við morðin á wonderland götu í L.A. frekar en klámmyndaferil hans. john hefur dregið sig í hlé úr klámbransanum vegna minkandi vinsælda og stundar mikið vímugjafa og dregur unga kærustu sína með sér í sorann.

Val kilmer stóð sig vel og var sannfærandi líkt og í

Salton Sea. einnig voru þarna nokkrir sápu leikarar eins og gaurinn sem leikur bobby donnel í practice og lisa kudrow í alvarlegu hlutverki, skondin sýn.

Myndin var sannsöguleg og fín afþreying.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)

UMFJALLANIR AF ÖÐRUM MIÐLUM


SVIPAÐAR MYNDIR

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn