Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Jeepers Creepers II 2003

(Jeepers Creepers 2)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 26. september 2003

He can taste your fear.

104 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 24% Critics
The Movies database einkunn 36
/100

Hópur háskólakörfuboltamanna, klappstýra og þjálfara er á leið heim af kappleik þegar þau stoppa á hinum alræmda East 9 þjóðvegi - en sá sem stöðvaði rútuna er í raun hinn útsmogni og gráðugi Creeper. Nú þegar 23 daga kjötátstörn hans er að líða undir lok, þá leitar hann að öðrum leiðum til að seðja óseðjandi hungur sitt. Þegar kvölda... Lesa meira

Hópur háskólakörfuboltamanna, klappstýra og þjálfara er á leið heim af kappleik þegar þau stoppa á hinum alræmda East 9 þjóðvegi - en sá sem stöðvaði rútuna er í raun hinn útsmogni og gráðugi Creeper. Nú þegar 23 daga kjötátstörn hans er að líða undir lok, þá leitar hann að öðrum leiðum til að seðja óseðjandi hungur sitt. Þegar kvölda tekur, þá þarf ungmennahópurinn að berjast við eigin ótta og fordóma, og sameinast gegn hinni vængjuðu martröð, sem vill ná að éta sem flesta. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Fín mynd,góður svartur húmor og mjög vel leikstýrð. Þessi hrollvekja virkar soldið eins og Birds um leið og ég fór út eftir að hafa horft á þessa mynd horfði ég stöðugt á himininn. Rúta stöðvar á miðjum veg 9 á austurleið þegar dekk springur. Þegar að dimma tekur fara fólk að hverfa og þá eru nemendurnir einir eftir í óbyggðinni með creeperinn úti. Myndinn er ekki svo óhuggnaleg bara skemmtileg og fyndinn. Mæli með henni!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fín hrollvekja á léttum nótum sem fjallar um skrímsli sem kemur út úr jörðinni hver 23 ár og á 23 degi fær það að borða. Einmitt á 23 deginum fer fótboltalið og klappstýrur á sama veg og systkinunum var slátrað í fyrstu myndinni. En allt í einu fer fólkið að deyja en það kemur í ljós að það er ófrýnt skrímsli með vængi og kúluhatt að éta þau og þau þurfa að reyna að drepa fyrirbærið með hjálp bónda sem lenti líka í reynslu með ófrýninu mikla. Jeepers Creepers er frumleg B hrollvekja fyrir alla hryllingsnörda srm ég mæli allaveganna með. Francis Ford Coppola var aðalframleiðandinn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ok, ég er greinilega sú eina sem fannst þetta myndarskrípi alveg bráðfyndið. var allavegana með tárin í augunum af hlátri þegar glápfélagar mínir voru að rembast við að vera skelfdir. En málið er að kríperinn er eitthvað svo óraunverulegur, asnalegur og bara plein heimskulegur að ég andvarpaði ekki einu sinni í all skelfilegustu atriðunum. flott gerður kríperinn samt, verð að viðurkenna það, og kannski að maður hafi fengið smá í magann í flugatriðunum.

En það breiðir ekki yfir þá staðreynd að maður hefur ekki hinn minnsta samúðarvott með hinum dauðvona og ægifögru ungmennum (takið eftir besta vini Francis í Malcolm þáttunum, snilld hvað hann rembist við að vera alvarleg hetja en er bara fyndinn) og vonar að þau verði étin sem fyrst (mínus byrjunarmorðið, skiljanlega). Allir leikarar eru hræðilegir í þessu, allir. og hvað allir voru ömurlega heimskir...en hún er betri en fyrsta myndin. Ég mun pottþétt sjá þriðju myndina, pottþétt skemmtun, haha...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta frekar góð mynd sko ég verð eiginlega að segja það. Hún er góður hryllingur, húmorinn í henni er allveg ágætur eins og þegar creeperinn grettir sig frakan í alla krakkana og brosir. Það eru skólakrakkar að koma frá sigurleik sínum í körfubolta og eru á leiðinni heim á þjóðvegi 9. Mig minnir að creeperinn eigi 1 dag eftir til að næra sig áður en hann legst í dvala í 23 ár en þetta gerðist held ég 3-4 dögum eftir að creeperinn eltist við systkinin í fyrri myndinni. Í myndinni þegar creeperinn er búinn að hræða næstum líftóruna úr krökkunum líður yfir stelpu og henni dreymir strákinn úr fyrri myndinni segja henni allt um creeperinn að hann komi hvert 23 vor. Hann þurfi að éta fólk. Creeperinn nærist á ótta þeirra og finnur lyktina á því hverjum og hvað honum langar í að éta af þeim og að hann velji krakka úr hópnum. Eftir að creeperinn hefur valið sá einstaklinga í rútunni hefst kapphlaup hjá krökkunum á móti creeperinum. Sum þeirra er dauðans matur en ekki aðrir. Ég ætla að gefa henni 3 stjörnu.... En ég er ekki sammála hjá einum sem skrifaði myndina að hún sé langdregin því að maður fær að vita mikið um myndina og það heldur svolitli spennu í manni þegar krakkarnir eru að bíða eftir hjálp.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Jeepers creepers2 hefði getað orðið mun betri heldur en númer eitt en var bara með örlitlu meira spennu. Jeepers Creepers 2 hefði getað orðið hrollur enn ég sá hana með hláturhópi. Enn allavega þá er myndin um að 23ár seinna eftir að hann kom til systkynin(sjá númer eitt) þá er hann snúinn aftur. Núna er herra Jeepers(eða hvað sem hann heitir) að fara ná í krakka í rútu sem er eitthvað körfuboltalið sem eru sigurverar. Á meðan er hann Jeepers að reyna ná í krakka sem eru fastir í rútunni sem eru auðvitað skíthræddir við hann. Myndin gerist næstum því allt eða sirka 75min af 100min gerist í rútunni sem er mjög langdregið enn samt er þetta ágætis hrylling mynd sem nær smá að bæta upp fyrir þá sem fannst Jeepers Creepers leiðinleg. Það sem mér finnst um þessa mynd að hún er einfaldlega langdreginn enn samt er þetta ágætis hryllingmynd og ekkert getur breytt því. Takk fyrir
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn