Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Some Voices 2000

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 11. júní 2001

101 MÍNEnska

Aðalpersóna myndarinnar, Ray, er með geðhvarfasýki. Myndin hefst þegar hann útskrifast af geðspítala. Bróðir hans Pete nær í hann og ekur hann á nýjan samanstað, aukaherbergi sem Pete er með í íbúð sinni í vesturhluta Lundúna. Pete er matreiðslumaður sem vinnur alltaf lengi frameftir á matsölustaðnum sem hann erfði eftir föður sinn. Hann þarf nú... Lesa meira

Aðalpersóna myndarinnar, Ray, er með geðhvarfasýki. Myndin hefst þegar hann útskrifast af geðspítala. Bróðir hans Pete nær í hann og ekur hann á nýjan samanstað, aukaherbergi sem Pete er með í íbúð sinni í vesturhluta Lundúna. Pete er matreiðslumaður sem vinnur alltaf lengi frameftir á matsölustaðnum sem hann erfði eftir föður sinn. Hann þarf nú að finna tíma til að sinna Ray og passa upp á að hann taki lyfin sín, sem eru nauðsynleg svo hann fari ekki að heyra raddir og fá ranghugmyndir. Ray er bráðgáfaður, ungur maður sem finnst gaman að skemmta sér. Hann verður brátt skotinn í Laura, sem er að hætta með gamla kærastanum, sem hefur beitt hana ofbeldi. Laura laðast að Ray af því að hann er hvatvís og býr yfir barnslegri gleði. Pete kynnist einnig konu á þessum sama tíma, Mandy. Eftir því sem samband Ray gengur betur og betur, þá fer hann að hætta að vilja taka lyfin sín, og vill frekar treysta á ástina. En smátt og smátt fer þessi ákvörðun hans að hafa hræðileg áhrif á alla í kringum hann. ... minna


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn