Woman on Top
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir
Í myndinni er ljótt orðbragð
GamanmyndRómantískÆvintýramynd

Woman on Top 2000

Frumsýnd: 1. desember 2000

a sexy comedy that turns happily ever after upside down.

5.3 9626 atkv.Rotten tomatoes einkunn 34% Critics 6/10
92 MÍN

Isabella er frábær kokkur, og er búin að gera veitingastað eiginmanns hennar í Bahia í Brasilíu, að algjörum spútnikstað. Þar sem hún er mjög bílveik þarf hún jafnan að aka bílnum og vera ofaná þegar þau hjónin stunda kynlíf, sem ýtir hinum mjög karlmannlega eiginmanni hennar Toninho, út í framhjáhald. Særð hjartasári, þá fer Isabella til San Francisco,... Lesa meira

Isabella er frábær kokkur, og er búin að gera veitingastað eiginmanns hennar í Bahia í Brasilíu, að algjörum spútnikstað. Þar sem hún er mjög bílveik þarf hún jafnan að aka bílnum og vera ofaná þegar þau hjónin stunda kynlíf, sem ýtir hinum mjög karlmannlega eiginmanni hennar Toninho, út í framhjáhald. Særð hjartasári, þá fer Isabella til San Francisco, og flytur inn til æskuvinkonu sinnar Monica, sem er klæðskiptingur. Til að lækna hjartasárið, þá færir hún gyðju sjávarins, Yemanja, fórn. Gyðjan svarar og segir að Isabella elski ekki lengur og fiskarnir í Bahia bíti ekki lengur. Toninho er í áfalli, og fer norður á bóginn til að ná í konuna sína, og kemur að henni þar sem hún er orðinn þáttastjórnandi í vinsælum sjónvarpsþætti, Passion Food. Mun Toninho læra auðmýkt? Mun hún finna hamingjuna á ný með honum?... minna

Aðalleikarar

Penélope Cruz

Isabella Oliveira

Murilo Benício

Toninho Oliveira

Mark Feuerstein

Cliff Lloyd

John de Lancie

Alex Reeves

Anne Ramsay

TV Director

Leikstjórn

Handrit


UMFJALLANIR AF ÖÐRUM MIÐLUM


Svipaðar myndir


Gagnrýni (2)


Brasilísk matreiðslukona (Penelope Cruz) flytur til San Fransisco til að komast í burtu frá óþolandi kærasta hennar. Þar stofnar hún matreiðsluþátt sem nýtur mikilla vinsælda en kærastinn kemur aftur og hún reynir allt til að forðast hann. Myndin er bara fyndin á sumum köflum en fyrir utan það er hún frekar leiðinleg. Ég kenni ekki leikurunum um heldur handritinu. Ekkert meistaraverk hér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég sá þessa mynd í sjónvarpinu, en ekki í bíó né á leigumyndbandi. Ástæðan fyrir því að ég fór hvorki á hana í bíó né tók hana á leigu, var vegna þess að ég bjóst ekki við neinu af henni, nema að hún væri kannski væmin ástardella. En hún kom mér þægilega á óvart. Hún var mjög fyndin og svolítið frumleg mynd. Varúð: Þeir sem vilja ekki vita of mikið um myndina ekki lesa áfram, þar eru nefnilega hlutir sem ég vissi ekki sjálf. Hún fjallar um konu sem þjáist af skrýtinni veiki, ekki sjóveiki né bílveiki heldur veiki þannig að hún verður að gera allt sjálf ( keyra, stjórna dansi og vera ofan á). Maðurinn hennar heldur framhjá henni vegna þess síðastnefnda. Úps! Gleymdí svolitlu. Vegna veikinnar fékk hún hæfileikann að vera snilldarkokkur. Hún heldur til Bandaríkjanna þar sem hún slær í gegn í sínum eigin sjónvarpsþætti ( sem snýst auðvitað um matargerð). Segi ekki meira.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn