The Raid: Álit?

Fyrsta forsýning landins á hasarmyndinni The Raid er að baki og þeir sem voru á staðnum eru eindregið hvattir til þess að deila sinni skoðun á þessari hasarorgíu til að gefa þeim sem hafa ekki séð myndina snöggan þef af því sem þeir gætu átt von á. Íslenskir bíógestir eru oft eitthvað svo hræddir við svona „útlenskar“ myndir og þess vegna þarf að koma hæpinu í gang!

En…

Stóðst hún væntingar?
Varstu með einhverjar væntingar fyrirfram?
Hvernig mundirðu bera þetta kvikindi saman við t.d. sambærilegar hasarmyndir? Segjum Die Hard og The Expendables, bara upp á gamanið.
Varstu ánægður með sýninguna í heild sinni? (mínus þessar smávægilegu sync-truflanir)
Ættum við að halda svona boðssýningar oftar?

Þið þurfið ekki bókstaflega að svara þessum spurningum, en það væri gaman að fá stutta og hnitmiðaða efnisgrein frá hverjum og einum… sem nennir.

Myndin verður frumsýnd 4. maí. Punktið það niður!

Takk kærlega fyrir komuna.