Expendables 2 verður EKKI PG-13!

Aðdáendur trylltust þegar kom í ljós að langþráða framhaldið á The Expendables fengi ekki þennan margumrædda R-stimpil (bönnuð innan 17 ára í bandaríkjunum), eins og fyrri myndin, því augljóslega myndi það þýða að ofbeldið yrði vægara og táningavænna – og það fannst mörgum gera þessa harðhausaveislu ofsalega tilgangslausa. Hægt er að lesa nánar um skandalinn hér.

Greinilega virðist einhver aðstandandi hafa skipt um skoðun þótt ekki sé vitað mjög mikið um það á þessum tímapunkti, en Sylvester Stallone sagði vefsíðunni StalloneZone (stærsta aðdáendasíðan sem til er um kappann) að eftir þetta neikvæða umtal væri loksins búið að ákveða að leyfa myndinni að fá R-stimpilinn, aðdáendum til mikillar ánægju (en Chuck Norris til mikillar óánægju væntanlega).

Þetta vekur vissulega upp spurningar varðandi hvernig aldursstimpillinn myndi hækka, þar sem gefið var áður í skyn að Expendables 2 hafi farið í tökur með tilliti til þess að fara ekki ofar en PG-13 merkið. Ætli framleiðendur bæti við slatta af tölvugerðu blóði í eftirvinnslunni?

Myndin er væntanleg í lok sumars.