Black bjargar heiminum

Jack blackJack Black og Tim Robbins munu leiða saman hesta sína í prufuþætti af sjónvarpsseríunni The Brink, í leikstjórn Jay Roach.

Þættinum er lýst sem dökkri kómedíu sem fjallar um pólitíska erfiðleika og hvaða áhrif þeir hafa á þrjá mjög ólíka og örvæntingarfulla menn: Utanríkisráðherrann Walter Hollander, sem Robbins leikur, Coppins, diplómata, og orrustuflugmanninn Zeke Callahan, sem Black leikur.

Þessir þrír menn hafa það verkefni með höndum að sjá í gegnum ringulreið mikla og bjarga heiminum frá þriðju heimsstyrjöldinni.

Það er HBO sjónvarpsstöðin sem framleiðir þáttinn.