The Twilight Saga Breaking Dawn Part 2 átti hug og hjörtu íslenskra bíógesta, rétt eins og í Bandaríkjunum, nú um helgina. Myndin er ný á lista og fer beint í efsta sæti á íslenska aðsóknarlistanum með rúmar 6,4 milljónir króna í tekjur. Næst á eftir henni kemur nýjasta James Bond myndin, Skyfall, en tekjur af henni námu 4,5 milljónum króna um helgina.
Sjáðu stiklu fyrir Twilight hér að neðan:
Í þriðja sæti er það svo tölvuleikjarústarinn, Wreck-it Ralph, vondi kallinn sem vill verða góður, og þar á eftir í fjórða sætinu er fortíðar- og framtíðarmyndin Cloud Atlas, eftir Wachowski systkinin.
Í fimmta sæti er svo dans – og söngvamyndin Pitch Perfect.
Ein önnur ný mynd er á listanum, sænska spennumyndin Snabba Cash 2, í áttunda sæti.
Skoðið stiklu fyrir Snabba Cash hér að neðan.
Hér að neðan er listi 16 aðsóknarmestu mynda á Íslandi um helgina.