Snabba Cash II
2012
(Easy Money 2)
Frumsýnd: 16. nóvember 2012
99 MÍNSænska
Johann „JW“ Westlund er í fangelsi og hefur verið þar síðastliðin þrjú
ár, eða allt frá því að ásókn hans í völd og peninga í undirheimum
eiturlyfjaviðskipta fóru í vaskinn með hörmulegum afleiðingum.
En Johann hefur hagað sér vel í fangelsinu og það er kominn tími til að
láta hann lausan á skilorði, enda fylgir því sú kvöð að hann blandi... Lesa meira
Johann „JW“ Westlund er í fangelsi og hefur verið þar síðastliðin þrjú
ár, eða allt frá því að ásókn hans í völd og peninga í undirheimum
eiturlyfjaviðskipta fóru í vaskinn með hörmulegum afleiðingum.
En Johann hefur hagað sér vel í fangelsinu og það er kominn tími til að
láta hann lausan á skilorði, enda fylgir því sú kvöð að hann blandi sér
ekki í neitt misjafnt og haldi sig réttum megin við laganna strik.
Allslaus og nánast vinalaus heldur Johann því á ný út á meðal frjálsra
manna með tækifæri upp á vasann til að reisa við orðspor sitt og líf.
Hann kemst hins vegar fljótt að því að hinn þröngi vegur dyggðarinnar
er ekkert síður erfiður yfirferðar en sá breiði ...... minna