Það er kominn Red Band trailer fyrir næstu mynd Kevin Smith, en hún ber hið skemmtilega nafn Zack and Miri Make a Porno og fjallar um Zack (Seth Rogen) og Miri (Elizabeth Banks) sem hafa verið vinir ævilangt
og ákveða að búa til klámmynd til að bæta fyrir peningaleysi sitt.
Eftir að myndavélarnar byrja að rúlla gera þau sér hins vegar grein
fyrir því að þau bera meiri tilfinningar til hvors annars en þau héldu.
Zack and Miri Make a Porno er gamanmynd eins og Smith gerir venjulega, en hann er hvað frægastur fyrir myndirnar Clerks., Jay and Silent Bob Strike Back og núna síðast Clerks II. Myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum vestanhafs strax í næstu viku, en hennar er beðið með töluverðri eftirvæntingu, enda á Kevin Smith þykkan aðdáendahóp. Myndin hefur ekki verið sýnd mörgum enn sem komið er, en orðið á götunni er að fyrstu 30 mínúturnar hafi lekið út fyrir sérvalda aðila og fela í sér fleiri hlægileg atriði en nokkur önnur mynd sem Kevin Smith hefur leikstýrt, sem verður að teljast gott!
Trailerinn er á leiðinni inná undirsíðu myndarinnar hér á Kvikmyndir.is, en þangað til geturu horft á hann hér fyrir neðan.

