Mér er alveg sama hvað fólk segir, þessi mynd er góð. Fyndinn og fullt af Jay and Silent bob. Þeir eru loksins í aðalhlutverki. Spila nú reyndar stórt hlutverk í Dogma, sama sem ekkert í chasing amy, smá svo í mallrats og clerks, ekkert í Jersey Girl.
Allavega, mér fannst myndin góð, kanski samt síðsta myndin hans fyrir utan Jersey girl.
En ágætis skepptun, gaman hvernig hann kevin smith púslar þessu öllu saman, úr fyrri myndum, og ég held að fólk sem hafa séð allar hans myndir, og eru miklir aðdáandur hans eiga eftir að hafa meira gaman af þessari mynd heldur en hinir. Því það er mikið verið að vitna í fyrri myndir hans, eins og hann gerir oft í bíómyndum sínum.. Eins og t.d í chasing amy þá vitnar hann mikið í fyrstu mynd sína, Clerks.
Myndin er lauslega um það að það er verið að gera Bluntman and Chronic bíómynd, Sem Jay ands Silent Bob vita ekkert um, fyrr en einhver krakki segir þeim frá því.. Þeir fara að rannsaka málið og komast að því að krakkar séu búnir að tala illa um þá á netinu, segjandi að Jay and silent bob séu ömurlegir og Buntman and Chronic myndin eigi eftir að vera hræðileg.
Svo þeir grípa til þess ráð að fara til Holliwood og koma í veg fyrir að myndin verður gerð. Og leggja þeir af stað í langt og strangt ferðalag, og lenda þeir í ýmsum ævintírum á leiðinni.
Gaman að segja frá því að Bluntman and Chronic er teiknimyndasaga sem einmitt Holden og Banky skrifa, sem eru aðalpersónunar í Chasing amy.
Þessi mynd gefur svo mikinn skít í Hoolliwod að það er ekki eðlilegt.
Samt þó svo að hún gefur mikinn skít í hoolliwod held ég að þetta sé lang mesta holliwod mynd sem Kevin Smith hefur gert.
En allavega í heild sinni bara góð mynd, með slæmu orðabragði og findnum cock and fart bröndurum. Mæli eindregið með þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei