Fyrsta Avengers: Infinity War ljósmynd af tökustað

Enn er þónokkuð í að við fáum að sjá næstu Avengers mynd, Avengers: Infinity War, en tökur ofurhetjumyndarinnar hefjast í nóvember nk. Leikstjórar verða Russo bræðurnir, sem leikstýrðu einnig Captain America: The Winter Soldier og Captain America: Civil War, með góðum árangri. Í dag settu þeir fyrstu ljósmyndina á Facebook síðu sína, af tökustað myndarinnar. […]

Rússnesk Avengers – Ný stikla!

Eftir gríðarlega velgengni Avengers myndanna bandarísku hafa öll helstu kvikmyndaver í heimi reynt að feta í fótspor Marvel og búa til sambærilegar ofurhetjumyndir, sem gætu fengið áhorfendur til að flykkjast í stórum stíl í bíó. Rússar hafa nú klárað sína útgáfu af Avengers, Guardians. Í Guardians, eða Zaschitniki eins og myndin heitir á rússnesku, sjáum við […]

Wonder Woman leikstjóri svarar fyrir sig

Leikstjóri ofurhetjumyndarinnar Wonder Woman, Patty Jenkins, svaraði gagnrýni á myndina fullum hálsi nú um helgina, en ónefndur aðili, sem líklega er fyrrum starfsmaður kvikmyndarisans Warner Bros., skrifaði opið bréf og réðst á fyrirtækið fyrir að senda frá sér ofurhetjumyndir sem væru undir meðallagi að gæðum, allt frá Man of Steel árið 2013 til ofursmellsins Suicide Squad, […]

Suicide Squad sló mörg Íslandsmet

Ofurhetjumyndin Suicide Squad var heimsfrumsýnd í gær hér á Íslandi með pompi og prakt og er óhætt að segja að myndin fari vel af stað, þrátt fyrir misjafnar viðtökur erlendra gagnrýnenda. Kvikmyndir.is ætlaði að sjá myndina kl. 20 í Sambíó Egilshöll í gær en varð frá að hverfa þar sem uppselt var á sýninguna. Miðar […]

Tvö ár enn sem Iron Man

Robert Downey Jr., 51 árs, er að spá í að setja ofurhetjubúninginn upp í hillu eftir tvö ár, en leikarinn hefur nú leikið ofurhetjuna Iron Man síðastliðin átta ár, eða frá því þegar fyrsta myndin var frumsýnd. Robert segir frá þessu í samtali við breska blaðið Daily Star, og bætir við að hann sé spenntur […]

Uppáhaldshlutverk Stan Lee

Ofurhetjugoðsögnin Stan Lee, höfundur Köngulóarmannsins, Hulk, Iron Man og fjölda annarra ofurhetja, hefur loksins upplýst hvert uppáhalds gestahlutverk hans í ofurhetjubíómyndum er. Eins og aðdáendur Lee vita þá hefur hann komið fram í gestahlutverki í meira en 20 ofurhetjubíómyndum. Í Deadpool, sem nú er í bíó sést hann til dæmis stuttlega í hópi berbrjósta nektardansmeyja, […]

Suicide Squad 2 komin í gang!

Heimildir úr herbúðum Warner Bros kvikmyndafyrirtækisins, sem MovieWeb vefsíðan vísar til, segja að Suicide Squad 2 sé nú þegar í undirbúningi, þó enn sé langt í frumsýningu fyrstu myndarinnar. Sömu heimildir herma að tökur myndar númer tvö muni hefjast á næsta ári, 2017. Svo virðist sem kvikmyndaverið sé svo ánægt með útlitið á Suicide Squad, sem kemur […]

Sjálfsmorðssveitin – fyrsta plakat!

Fyrsta plakatið er komið út fyrir and-ofurhetjumyndina Suicide Squad, en hún fjallar um sveit illmenna og -stúlkna úr heimi DC Comics teiknimyndablaðanna. Amanda Waller, sem leikin er af Viola Davis, setur saman sérsveit sem hún kallar Task Force X, en í henni eru margir hættulegustu glæpamenn heims, en sveitin er send í allra hættulegustu verkefnin, […]

Thor: Ragnarok tekin í júní í Ástralíu

Ástralski leikarinn Chris Hemsworth getur byrjað að láta sig hlakka til að dvelja í heimahögunum á næsta ári, en í gær var tilkynnt að tökur á Thor: Ragnarok myndu hefjast í júní á næsta ári í Ástralíu. Hemsworth leikur titilhlutverkið, Thor sjálfan. Undirbúningur að tökum mun hefjast í Queensland í janúar nk. Louis D’Esposito, yfirmaður […]

Ant-Man and the Wasp kemur í júlí 2018

Marvel framleiðslufyrirtækið, sem er í eigu Disney, tilkynnti í gær að ofurhetjumyndin Ant-Man and the Wasp muni koma í bíó í júlí 2018. Tilkynnt var einnig um frumsýningar tveggja annarra mynda við sama tilefni; Black Panther, sem kemur í bíó 16. febrúar 2018, og Captain Marvel, sem kemur í bíó 8. mars 2019. Þá mun fyrirtækið frumsýna þrjár […]

Nýtt upphaf hjá ofurhetjum – Frumsýning!

Sena frumsýnir á morgun, miðvikudag, ofurhetjumyndina The Fantastic Four, en um er að ræða „nýtt upphaf eins þekktasta ofurhetjuteymis Marvel“, eins og segir í frétt frá Senu. The Fantastic Four er sýnd í Smárabíói, Laugarásbíói, Egilshöll, Álfabakka og Borgarbíói Akureyri. Kvikmyndin er byggð á ofurhetjuteyminu vinsæla sem spratt fyrst fram á sjónarsviðið í teiknimyndablöðum frá […]

Ofurkona fær kærasta

Von er á fyrstu kven-ofurhetjumyndinni innan tíðar, þ.e. fyrstu mynd þar sem kvenhetja er aðalmanneskja, síðan Daredevil hliðarmyndin Electra með Jennifer Garner í aðalhlutverkinu var frumsýnd árið 2005. Um er að ræða myndina Wonder Woman með Gal Gadot í titilhlutverkinu. Hingað til hefur lítið heyrst af frekari ráðningum í myndina en nú hefur því verið […]

Mun Ofur – Phoenix vernda Jörðina?

Mikið er nú talað um það í Hollywood hver komi til með að hreppa hlutverk Marvel ofurhetjunnar Dr. Strange, eða Dr. Stephen Vincent Strange, eins og hann heitir fullu nafni. Fyrr í sumar var orðrómur í gangi um að Joaquin Phoenix væri um það bil að fara í búninginn, en einnig hafa menn verið að […]

Hraðasti maður í heimi

Warner Bros. Television hefur birt fyrstu ljósmyndina úr sjónvarpsþáttunum The Flash sem sýndir verða á CW sjónvarpsstöðinni bandarísku, en The Flash er byggður á teiknimyndasögu frá DC comic teiknimyndafyrirtækinu. Á myndinni sést leikarinn Grant Gustin í fullum skrúða sem hliðarsjálf Barry Allen, ofurhetjan The Flash. Þættirnir segja frá því þegar undarlegt slys gerir það að […]

Captain America – Kitla fyrir stiklu

Fyrr í dag birtum við nýtt plakat fyrir Marvel ofurhetjumyndina Captain America: The Winter Soldier, og nú bætum við um betur og birtum kitluna fyrir stiklu myndarinnar, auk tveggja ljósmynda úr myndinni þar fyrir neðan. Í kitlunni sjáum við hetjuna okkar Captain America á harðahlaupum og félaga hans Svörtu ekkjuna sem Scarlett Johansen leikur, líta […]

Cooper staðfestur í Guardians of the Galaxy

Það hefur nú verið staðfest að bandaríski leikarinn Bradley Cooper mun tala fyrir persónuna Rocket Raccoon í Marvel myndinni Guardians of the Galaxy, en tilkynning þess efnis var birt á heimasíðu Marvel nú fyrr í kvöld. Rocket Racoon er vélbyssufretandi ofurhetju-þvottabjörn. Hlutverkið er fyrsta hlutverk Cooper í ofurhetjumynd auk þess sem um er að ræða […]

Cranston sem Lex Luthor í Man of Steel 2

Vefsíðan Cosmic Book News segir frá því að Breaking Bad leikarinn Bryan Cranston hafi verið ráðinn í hlutverk erkióvinar Superman, Lex Luthor, í myndinni Man of Steel 2, þar sem þeir Superman og Batman sameina krafta sína. Eins og við höfum sagt frá þá mun Ben Affleck leika Batman en Henry Cavill mætir aftur til […]

Topp 10 hlutir sem þú vissir ekki um Iron Man

Síðan fyrsta Iron Man myndin var frumsýnd árið 2008 þá hefur þessi Marvel teiknimyndahetja orðið frægari en nokkru sinni fyrr, og myndir af Iron Man eru orðnar algeng sjón um allan heim. Það er þó ýmislegt forvitnilegt við hetjuna og myndirnar, sem er kannski ekki á allra vitorði. Vefsíðan ScreenCrush hefur tekið saman lista yfir […]

Jaimie Alexander úr Þór slasast á tökustað

Hin 28 ára gamla leikkona Jaimie Alexander var heppin að sleppa með skrámur þegar hún lenti í slysi á tökustað framhaldsmyndarinnar um Thor; Thor: The Dark World. „Ég lenti í frekar hræðilegu slysi og þurfti að draga mig í hlé frá tökum. Ég er heppin að hafa ekki lamast,“ sagði Alexander á Twitter síðu sinni. […]

Ný stikla: Chronicle

Ný stikla var að detta á netið fyrir mynd sem ég vissi ekki að væri til, Chronicle. Myndin er gerð með „found-footage“ aðferðinni, og fjallar um nokkra unglinga sem fá ofurkrafta. Í stað þess að axla ábyrgð og klæða sig í þröngt spandew eins og oftast virðist gerast, fara þeir bara eitthvað að fíflast með […]

Green Lantern stiklan lendir á netinu

Um helgina sögðum við frá því að Entertainment Tonight sýndi nokkur brot úr væntanlegu hasarmyndinni Green Lantern, en nú er stiklan komin á netið í fullri lengd og hana má finna hér fyrir neðan. Green Lantern er byggð á samnefndri ofurhetju, en Hal Jordan er flugmaður sem uppgötvar stórslasaða geimveru að nafni Abin Sur. Abin […]

Myndbrot úr Green Lantern

Entertainment Tonight frumsýndi á dögunum stiklu úr ofurhetjumyndinni væntanlegu Green Lantern, en myndbrotið má sjá hér fyrir neðan. Green Lantern er byggð á samnefndri ofurhetju frá DC Comics, en myndin segir frá flugmanninum Hal Jordan sem er gerður meðlimur í Green Lantern hersveitinni svokölluðu. Meðlimir hennar eru vopnaðir gríðarlega kröftugum hring sem ljáir þeim ýmsa […]