Rússnesk Avengers – Ný stikla!

Eftir gríðarlega velgengni Avengers myndanna bandarísku hafa öll helstu kvikmyndaver í heimi reynt að feta í fótspor Marvel og búa til sambærilegar ofurhetjumyndir, sem gætu fengið áhorfendur til að flykkjast í stórum stíl í bíó.

Rússar hafa nú klárað sína útgáfu af Avengers, Guardians. Í Guardians, eða Zaschitniki eins og myndin heitir á rússnesku, sjáum við hóp sovéskra ofurhetja sem koma saman til að vernda ættjörðina gegn yfirnáttúrulegri ógn.

Hver ofurhetja í hópnum hefur sína sérstöðu, en sú mest áberandi er líklega blendingur af manni og skógarbirni með vélbyssu.

guardians

Í nýrri stiklu sem var að koma út fyrir myndina fáum við einnig að sjá ýmsar hasar – og árásarsenur.

Leikstjóri er Sarik Andreasyan og með helstu hlutverk fara Sebastien Sisak, Anton Pampuchniy, Sanzhar Madiev, Alina Lanina, Valeria Shkirando og Stanislav Shirin.

Guardians kemur í bíó 23. febrúar, 2017.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan: