Myndbrot úr Green Lantern

Entertainment Tonight frumsýndi á dögunum stiklu úr ofurhetjumyndinni væntanlegu Green Lantern, en myndbrotið má sjá hér fyrir neðan.
Green Lantern er byggð á samnefndri ofurhetju frá DC Comics, en myndin segir frá flugmanninum Hal Jordan sem er gerður meðlimur í Green Lantern hersveitinni svokölluðu. Meðlimir hennar eru vopnaðir gríðarlega kröftugum hring sem ljáir þeim ýmsa krafta. Ryan Reynolds fer með hlutverk Hal Jordan, en meðleikarar hans eru Peter Sarsgaard, Tim Robbins og Blake Lively. Martin Campbell leikstýrir, en Green Lantern verður frumsýnd í júní á næsta ári.

B.D.S