J.K. Simmons sem Gordon lögregluforingi – Fyrsta mynd

Leikstjóri Justice League, Zack Snyder, birti í gær, á alþjóðlega Batman deginum,  fyrstu myndina af J.K. Simmons í hlutverki lögregluforingjans Gordon, Commissioner Gordon, þar sem hann stendur við hlið Batman merkisins í rykfrakka.

j.k. simmons

Á dögunum birtum við mynd af nýjum búningi Batman, sem Ben Affleck leikur, en á nýju myndinni er Gordon staddur á húsþakinu fræga þar sem ljóskastari með Batman merkinu stendur og sendir Batman merkið út í næturhimin Gotham borgar.

Sjáðu myndina hér fyrir neðan – Justice League kemur í bíó 17. nóvember á næsta ári, 2017: