Ný stikla: Chronicle

Ný stikla var að detta á netið fyrir mynd sem ég vissi ekki að væri til, Chronicle. Myndin er gerð með „found-footage“ aðferðinni, og fjallar um nokkra unglinga sem fá ofurkrafta. Í stað þess að axla ábyrgð og klæða sig í þröngt spandew eins og oftast virðist gerast, fara þeir bara eitthvað að fíflast með kraftana sína – en fljótlega fer allt í vitleysu. Handritið er eftir Max Landis – son John Landis sem gerði myndir eins og American Werewolf in London. Leikstjóri er Josh Tank, og er þetta fyrsta mynd hans. Í aðalhlutverkum eru Michael B. Jordan, Michael Kelly og Alex Russell, leikarar sem maður kannast ekkert við ´þó þeir hafi allir leikið eitthvað áður.

En trailerinn er allavega áhugaverður útlits: