Náðu í appið
Bönnuð innan 14 ára

Chronicle 2012

Frumsýnd: 3. febrúar 2012

What are you capable of?

83 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 85% Critics
The Movies database einkunn 69
/100

Hvað myndir þú gera ef þú fengir skyndilega mátt til að stjórna veröldinni í kringum þig, færa hluti úr stað með hugarorkunni einni saman og stjórna því um leið hvað aðrir gerðu? Þrír skólafélagar sem hafa brallað ýmislegt saman ramba dag einn á dularfulla holu í jörðinni fyrir utan heimabæ sinn og ákveða að kanna hana nánar. Þar finna þeir... Lesa meira

Hvað myndir þú gera ef þú fengir skyndilega mátt til að stjórna veröldinni í kringum þig, færa hluti úr stað með hugarorkunni einni saman og stjórna því um leið hvað aðrir gerðu? Þrír skólafélagar sem hafa brallað ýmislegt saman ramba dag einn á dularfulla holu í jörðinni fyrir utan heimabæ sinn og ákveða að kanna hana nánar. Þar finna þeir síðan dularfullan hlut af öðrum heimi sem virðist fylla þá af einhvers konar krafti og gefur þeim hæfileikatil að færa til hluti með hugarorkunni. Í fyrstu skemmta félagarnir þrír sér konunglega við að nota þessa nýfengnu gáfu sína, aðallega með því að hrekkja fólk og skjóta því skelk í bringu. En svona krafti fylgir líka mikil ábyrgð og þegar einn félaganna ákveður að nota mátt sinn í illum tilgangi fer gamanið heldur betur að kárna ...... minna

Aðalleikarar

Fersk og hugmyndarík - gott bíó!
Eftir að Cloverfield startaði found footage – æðinu fyrir alvöru hafa komið talsverður slatti af þeim, misgóðar og allar í hryllingsgeiranum. Ég get þess vegna sagt að ég hafi verið hrikalega feginn að sjá að Chronicle sé ekki ein af þessum dæmigerðum myndum sem hafa verið að einoka markaðinn. Chronicle er fersk og langbest, hún er ekki found-footage mynd bara til þess að vera found-footage og spara pening. Myndavélarnar sjálfar í myndinni gegna ákveðnu hlutverki fyrir aðalpersónuna eins og hann nefnir sjálfur í myndinni. Virkilega töff.

Handritið er beitt, að einhverju leyti frumlegt og mjög skemmtilegt. Fyrri helmingurinn spilast út eins og dramamynd og grínmynd þar sem það er sýnt í fjölskylduaðstæður Andrews og prakkarastrik félaganna með kraftana sína. Það er í seinni helmingnum þar sem hún dettur í hraða hasarmynd og virkilega dökkum atriðum. Ég elska hvað þessi mynd er dimm og sérstaklega miðað við PG-13 stimpilinn.

Leikararnir standa sig allir furðuvel og hjálpa raunsæisstílnum með því að vera virkilega raunverulegar persónur. Andrew er bitmesta hlutverkið og strákurinn er mjög góður og uppfyllir allar kröfur sem þarf. Ég get ekki sagt mikið um myndina án þess að skemma fyrir en ákveðin lausn með myndavélina er vel gerð og býður upp á marga möguleika fyrir nett skot. Myndin dettur reyndar út í það að reyna að vera found-footage í stað þess að láta found-footagið hjálpa til við persónusköpun í lokin en það er lítið hægt að gera þar.

7/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Óvænt janúarmynd
Þegar ég horfði á Chronicle þá voru þrjár myndir/geirar sem komu upp í huganum mínum. Í fyrsta lagi sá ég venjulega ofurhetjusögu þegar venjulegur maður fær mátt frá hluti sem er annað hvort yfirnáttúrulegur eða ekki frá þessari plánetu. Í öðru lagi sá ég unglingasögu um þrjá félaga með þemur á borði við einmannaleika, ábyrgð, angst og hefnd. Og í þriðja lagi sá ég einfaldlega anime kvikmyndina Akira, og það er ekkert annað en æðislegt.

Yfir heild er Chronicle ekki að gera neitt mikið nýtt. Sagan sjálf hefur maður séð áður, karakterarnir sömuleiðis og kvikmyndatakan sjálf hefur verið gerð áður, en hún kallast oftast found-footage og hefur verið notuð nokkuð oft, á borði við myndir eins og The Blair Witch Project og Cloverfield. Hinsvegar fer myndin í nokkrar óvenjulegar áttir með efnið sitt og yfir heild er mest megnis af myndinni nógu vel gert að það er ekki hægt að kvarta það mikið yfir henni. Sjálfur bjóst ég ekki við hversu góð mér fannst hún.

Til að byrja með er kvikmyndatakan ekki nærri því eins pirrandi og hún getur orðið þegar kemur að þessari tegund. Ekki nóg með það að kvikmyndatakan er frekar stillt í staðinn fyrir að vera haldinn af mann sem getur allt eins ekki haft hugmynd um hvað hann er að halda á, heldur er tilgangurinn góður og hentugur. Á tíma þar sem líf margra byggist á myndavélum eða upptökuvélum þá var skemmtilega nýtt að sjá mynd þar sem karakterarnir eru fullvissir um tilvist myndavélarinnar og nota hana eins og venjulegur maður myndi nota hana. Og í staðinn fyrir að vera einhæft og lítið klippt þá var fínt að myndin nýtti ofurkraft strákanna þriggja (en þeir fá allir hugarorku yfir að færa hluti fljótlega í myndinni) með að láta myndavélina vera á meiri (en rólega) hreyfingu og myndin klippti smávegis af því sem var á myndavélinni eða færði sig yfir á aðra myndavél sem var inn í atriðinu. Einu skiptin sem myndatakan var léleg var þegar það var viljandi gert til að bæta við spennu, sem virkaði. Það var líka gaman að sjá stöku sinnum skot frá eftirlitsmyndavélum. Hinsvegar er þetta smávegis galli líka því það kemur fyrir að það sé of tilviljunarkennt að myndavélar séu á svæðinu. Þetta fór smávegis í mig í síðari hluta myndarinnar.

(Ath. að næsta málsgrein inniheldur spilli yfir hver er illmenni myndarinnar)
Karakterarnir eru alltaf aðalfókusinn hjá myndinni og aðalkarakterarnir þrír missa aldrei trúverðugleikann sinn. Michael B. Jordan og Alex Russel koma báðir með eftirminnuga, ólíka og raunverulega karaktera en Dane DeHann stendur sig samt best af þeim öllum. Hann fær bæði meiri fókus og erfiðara hlutverk. Þróun hans og ástæður þess koma vel til skila hvort sem það er einmannaleiki karaktersins, erfiðleiki hans bæði heima og í skólanum (sem komu á óvart hversu þung þau voru) og bara sú staðreynd að hann er búinn að fá nóg að vera litinn niður á. Á köflum fannst mér það sem hann gerði meira æðislegt heldur en óhugnalegt vegna hversu mikið maður finnur fyrir honum. Sjálfur fannst mér hann minna mig soldið á Tetsue Shima úr Akira, vegna kraftsins sem hann fær, þróunina hans og hvernig lokaþriðjungur myndarinnar spilaðist.

Leikararnir þrír spila vel saman og koma með mjög skemmtilega sýn á hvernig maður mundi haga sér eftir að maður fengi ofurkrafta. Ef ég mundi fá svipaða krafta hefði ég áreiðanlega gert margt af því sem þeir gerðu í myndinni. Þrátt fyrir að nota kraftana á frekar sjálfselskulegan hátt þá er maður lítið að hugsa út í það. Maður er meira að hugsa hversu skapandi þeir geta verið. Það var æðislegt að sjá þá fljúga um skýin og stríða öðru fólki.

Leikstjórn og handritsvinna Josh Trank er góð, sérstaklega miðað við frumraun. Myndin hefur gott flæði, fer nokkrar nýjar leiðir með kunnuglegt efni, nýtir vel litla fjármagnið sem hún fékk ($15 milljónir), en þó ekki fullkomlega, hefur hnittið og kröftugt handrit með vel skrifuðum persónum og fyrir mynd sem fjallar um yfirnáttúrulegan kraft þá inniheldur myndin ekkert tilgangslaust “exposition”. Það er ekkert útskýrt af hverju hluturinn gaf þeim kraftinn, hvernig hann komst þarna eða eitthvað í þeim dúr enda skiptir það ekki máli. Myndin einbeitir sér frekar að því hvernig þeir nota kraftinnheldur en af hverju þeir fengu hann. Ef maður fer inn á þessa mynd með heilann í gangi þá á maður að geta fylgt öllu sem gerist í myndinni vel.

Hasarinn er öflugur, sérstaklega miðað við litla fjármagn myndarinnar. Fyrstu tveir hlutar myndarinnar inniheldur lítið magn af honum (byggist meira á spennu) en í endanum kemur Josh Trank með helvíti góðan hápunkt, en nær samt að halda dramanu á milli karakteranna gangandi eins og áður. Tölvubrellurnar eru því miður misgóðar þó það var meira gott heldur en slappt og ekkert var hræðilegt. Með aðeins meiri fjármagni hefði þetta ekki orðið að galla.

Ef þú ert aðdáðandi Sci-fi mynda, ofurhetjumynda eða bara spennumynda yfir höfuð, þá ættirðu ekki að missa af þessari.

8/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

13.03.2023

Þetta eru sigurvegararnir á Óskarnum 2023

Óskarsverðlaunahátíðin fóru fram í nótt (á íslenskum tíma) í 95. sinn, í Dolby Theatre í Los Angeles í Bandaríkjunum og eru sigurvegarar kvöldsins í brennidepli víða.  Kryddblöndumyndin Everything Everywhere All At Onc...

28.07.2022

Ofurvinir og engir kjölturakkar

Nýjasta ofurhetjumynd Dwayne Johnson, sem er nota bene ekki Black Adam ( kemur í haust ), heldur DC League of Super Pets, þar sem The Rock talar fyrir ofurhundinn Krypto, besta vin Súperman hefur verið að fá fína dóma erl...

03.01.2021

25 vinsælustu myndirnar á Netflix árið 2020

Af þeim kvikmyndum sem eru í boði eyddu not­endur Net­flix mestum tíma í jólamyndir, stjörnufans, hasar og umdeilda afar greddumynd á nýliðnu ári. Streymisrisinn upp­lýsti not­endur sína á dögunum um 25 mest streymdu kvikmyndatitla 2020. Kemur það sjálfsagt fáum á óvart...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn