Chronicle (2012)14 ára
Frumsýnd: 3. febrúar 2012
Tegund: Drama, Spennutryllir, Glæpamynd
Leikstjórn: Josh Trank
Skoða mynd á imdb 7.1/10 186,159 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Tagline
What are you capable of?
Söguþráður
Hvað myndir þú gera ef þú fengir skyndilega mátt til að stjórna veröldinni í kringum þig, færa hluti úr stað með hugarorkunni einni saman og stjórna því um leið hvað aðrir gerðu? Þrír skólafélagar sem hafa brallað ýmislegt saman ramba dag einn á dularfulla holu í jörðinni fyrir utan heimabæ sinn og ákveða að kanna hana nánar. Þar finna þeir síðan dularfullan hlut af öðrum heimi sem virðist fylla þá af einhvers konar krafti og gefur þeim hæfileikatil að færa til hluti með hugarorkunni. Í fyrstu skemmta félagarnir þrír sér konunglega við að nota þessa nýfengnu gáfu sína, aðallega með því að hrekkja fólk og skjóta því skelk í bringu. En svona krafti fylgir líka mikil ábyrgð og þegar einn félaganna ákveður að nota mátt sinn í illum tilgangi fer gamanið heldur betur að kárna ...
Tengdar fréttir
06.07.2014
Þekktur hljóðmaður látinn
Þekktur hljóðmaður látinn
Paul Apted, hljóðvinnslumaður, og sonur breska leikstjórans Michael Apted, sem vann að ýmsum kvikmyndum á ferlinum, stórum og smáum, er látinn, 47 ára að aldri. Apted vann nú nýverið að myndum eins og The Wolverine, The Book Thief og The Fault in Our Stars, og vann með föður sínum að myndum eins og Nell. Þá má nefna myndir eins og Prisoners og A Good Day to Die Hard. Banamein...
17.09.2013
Frumsýning: Riddick
Frumsýning: Riddick
Sambíóin frumsýna spennutryllinn Riddick á föstudaginn næsta þann 20. september. Riddick er hinn ósigrandi vígamaður frá Furya og snýr nú aftur í þriðju mynd leikstjórans Davids Towhy um kappann. Með hlutverk Riddick fer Vin Diesel. "Þeir sem kunna að meta geimævintýri með miklum hasar og látum fá örugglega stútfullan pakka í nýjustu myndinni um hinn ódrepandi Richard...
Trailerar
Stikla
Umfjallanir
Dómar og einkunn
Rotten tomatoes gagnrýnendur: 85% - Almenningur: 71%