Chronicle (2012)14 ára
Frumsýnd: 3. febrúar 2012
Tegund: Drama, Spennutryllir, Glæpamynd
Leikstjórn: Josh Trank
Skoða mynd á imdb 7.1/10 205,899 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Tagline
What are you capable of?
Söguþráður
Hvað myndir þú gera ef þú fengir skyndilega mátt til að stjórna veröldinni í kringum þig, færa hluti úr stað með hugarorkunni einni saman og stjórna því um leið hvað aðrir gerðu? Þrír skólafélagar sem hafa brallað ýmislegt saman ramba dag einn á dularfulla holu í jörðinni fyrir utan heimabæ sinn og ákveða að kanna hana nánar. Þar finna þeir síðan dularfullan hlut af öðrum heimi sem virðist fylla þá af einhvers konar krafti og gefur þeim hæfileikatil að færa til hluti með hugarorkunni. Í fyrstu skemmta félagarnir þrír sér konunglega við að nota þessa nýfengnu gáfu sína, aðallega með því að hrekkja fólk og skjóta því skelk í bringu. En svona krafti fylgir líka mikil ábyrgð og þegar einn félaganna ákveður að nota mátt sinn í illum tilgangi fer gamanið heldur betur að kárna ...
Tengdar fréttir
04.01.2016
Nýtt í bíó - The Hateful Eight!
Nýtt í bíó - The Hateful Eight!
Áttunda kvikmynd bandaríska leikstjórans Quentin Tarantino, The Hateful Eight, verður frumsýnd miðvikudaginn 6. janúar nk. í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói Akureyri. The Hateful Eight er tilnefnd til tvennra Golden Globe verðlauna, fyrir leikstjórn og tónlist. Myndin gerist í Wyoming eftir borgarastríðið þar sem hausaveiðarar reyna að finna skjól...
22.11.2015
„Riddick 4" og sjónvarpsþættir í bígerð
„Riddick 4
Framleiðslufyrirtæki Vin Diesel er með sjónvarpsþætti í bígerð sem kallast Merc City. Þeir munu fjalla um persónur úr kvikmyndunum Pitch Black, The Chronicles of Riddick og Riddick.  Fjórða myndin í Riddick-seríunni virðist einnig vera í undirbúningi, samkvæmt færslu Diesel á Instagram, og hefst handritagerðin í næsta mánuði. Riddick, sem kom út 2013, gekk nokkuð...
Trailerar
Stikla
Umfjallanir
Dómar og einkunn
Rotten tomatoes gagnrýnendur: 85% - Almenningur: 71%