Nýtt í bíó – Life

Vísindaskáldsagan Life verður frumsýnd á morgun föstudag,  í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói, Akureyri. Í tilkynningu frá Senu segir að Life sé hrollvekjandi kvikmynd um vísindamenn um borð  í Alþjóðlegu geimstöðinni, sem hafa það verkefni að rannsaka fyrstu merki um líf frá öðrum hnetti. Uppgötvunin breytist í martröð þegar lífveran þróast á ofsahraða og ógnar lífi áhafnarmeðlima. […]

Krúttlegt en lífshættulegt – Fyrsta stikla úr Life

Fyrsta stiklan úr geimtryllinum Life er komin út, en þar fylgjumst við með því þegar geimfarar í leiðangri til plánetunnar Mars uppgötva í fyrsta sinn líf utan Jarðar. Lífveran er ósköp krúttleg og sæt í fyrstu, en er svo sannarlega ekki öll þar sem hún er séð. Life er ein af stóru myndum ársins 2017 […]

Gyllenhaal óttast líf frá Mars

Vísindatryllirinn Life, eða Líf, bætir við sig hverri stórstjörnunni á fætur annarri. Nýjasta viðbótin í leikarahópinn er enginn annar en Everest leikarinn Jake Gyllenhaal, en fyrir í myndinni eru þau Deadpool stjarnan Ryan Reynolds og Rebecca Ferguson. Ástæða þess að Gyllenhaal er kominn til liðs við myndina er sú að tökur hennar rekast á við […]

Reynolds finnur líf á Mars

Ryan Reynolds, sem nú trónir á toppi helstu bíóvinsældarlista heimsins í hlutverki sínu í Deadpool, er nú sagður munu leika aðalhlutverk á móti leikkonunni Rebecca Ferguson í mynd sem heitir Líf, eða Life. Um er að ræða vísindaskáldsögu eftir Daniel Espinosa. The Wrap vefsíðan hefur þetta eftir öruggum heimildum. Handrit skrifa þeir Paul Wernick og Rhett Reese, […]