Risa vísindatryllir frá Kína til Netflix

Streymisveitan bandaríska Netflix er sífellt á höttunum eftir góðu efni fyrir sína 150 milljón áskrifendur um allan heim, og nýjasta viðbótin er kínverski vísindatryllirinn The Wandering Earth, sem nýlega var frumsýnd í Kína og í bíóhúsum í Bandaríkjunum og víðar, eins og segir á RapidTVnews. Tekjur myndarinnar, sem var rándýr í framleiðslu, námu um 53 […]

Willis bombar Japani

Hasarleikarinn Bruce Willis hefur átt nokkuð misjöfnu gengi að fagna í bíóhúsum síðustu misseri, og sumar mynda hans hafa jafnvel ekki ratað alla leið þangað, heldur farið beint á DVD og/eða VOD. Síðasta mynd sem var með honum í bíó var Death Wish en eins og segir á Movieweb átti sú mynd að marka endurkomu […]

Mulan lifnar við á fyrstu ljósmynd

Bandaríska afþreyingarfyrirtækið Disney hefur nú tilkynnt að tökur séu hafnar á leikinni mynd sinni um Mulan, og af því tilefni birt fyrstu ljósmyndina af kínversku leikkonunni Liu Yifei í titilhlutverkinu. Á myndinni, sem birt var á samskiptavefnum Twitter, sést Yifei, sem einnig gengur undir nafninu Crystal Liu, bregða sverði á loft með ógnandi hætti. Leikstjóri […]

Chan bjargað úr aurskriðu

Hasarleikarinn Jackie Chan segir að hann og aðrir í tökuliði nýjustu kvikmyndar hans Project X, hafi þurft björgunar við, eftir að hafa lent í lífshættulegri aurskriðu. Chan sagði að veðrið á tökustað hefði versnað til muna á nokkrum dögum, sem olli þessum náttúruhamförum. Chan minntist ekki á hvar þessi tökustaður er, en talið er að […]

Óskarsræða Gere sem dró dilk á eftir sér

Sú var tíðin að mynd með Richard Gere vakti þó nokkra athygli en það eru ár og dagar síðan. Undanfarin ár hefur hann verið frekar iðinn við kolann og leikið í mörgum myndum en þær fá takmarkaða athygli, kynningu og dreifingu. Að mati Gere hefur afstaða kínverskra stjórnvalda haft þau áhrif að hann fær einfaldlega […]

Mad Shelia er kínversk Mad Max

Mad Max: Fury Road eftir George Miller sló í gegn bæði hjá áhorfendum og gagnrýnendum á síðasta ári, enda var útlit hennar einstakt og stemmningin í myndinni áleitin og spennandi.  Það var því aðeins tímaspursmál hvenær einhver nýtti sér stílinn og gerði mynd í sama „sniðmáti“ ef svo má segja. Nú hafa Kínverjar gert einmitt þetta, […]

Moana fær ekki heita Moana

Þegar kemur að markaðssetningu kvikmynda þá skiptir heiti myndanna miklu máli. Komið hefur fyrir að skipt er um heiti á síðustu stundu, eða þá að mynd heitir mismunandi nafni á mismunandi markaðssvæðum, allt í þeim tilgangi að styggja ekki tilvonandi áhorfendur. Disney fyrirtækið fer ekki varhluta af þessu en þar á bæ þurfa menn að vera […]

Arnold Schwarzenegger í kínverskri ofurmynd

Ofurstjarnan Arnold Schwarzenegger hefur skrifað undir samning um að leika í nýrri kínverskri stórmynd, The Guest of Sanxingdui. Verkefnið kemur í kjölfar velgengni síðustu Terminator myndar, Terminator Genisys, í Kína. Samkvæmt kínversku vefsíðunni CRI þá hljóðar kostnaðaráætlun upp á 200 milljónir Bandaríkjadala og tekið verður upp í þrívídd. Sögusvið myndarinnar verða Sanxingdui rústirnar svokölluðu, sem taldar eru […]

Bourne veldur ógleði í Kína

Bíógestir í Kína hafa átt í vandræðum með að horfa á nýju Bourne myndina, Jason Bourne, í þrívídd. Myndin var frumsýnd í Kína í síðustu viku og samkvæmt notandanum azoombie á samfélagsmiðlinum kínverska Weibo, varð honum óglatt af því að horfa á myndina: „Mér varð óglatt af því að horfa á bardagaatriðin. Þetta var eins og að […]

Þurfa hvítir alltaf að bjarga?

Fresh of the Boat sjónvarpsleikkkonan Constance Wu gagnrýnir þátttöku Matt Damon í kínverska sögulega spennutryllinum The Great Wall nú um helgina, í færslu á Twitter: „Við verðum að hætta að viðhalda þeirri rasísku goðsögn að það sé aðeins hvíti maðurinn sem geti bjargað heiminum,“ sagði leikkonan í færslu sinni. Leikkonan sem er taivönsk-bandarísk að uppruna, […]

Kína bannar Ghostbusters

Kína, fjölmennasta land í heimi og annar stærsti bíómarkaður heims,  hefur í gegnum tíðina verið þekkt fyrir að banna sýningar á kvikmyndum í landinu þar sem draugar koma við sögu, vegna loðinna ritskoðunarreglna. Samkvæmt heimildum vefsíðunnar The Hollywood Reporter er nýja Ghostbusters myndin eftir Paul Feig, nýjasta fórnarlamb þessara reglna. Myndin verður frumsýnd 20. júlí hér […]

Kínarallý Keanu fær Karate Kid leikstjóra

Karate Kid leikstjórinn Harald Zwart hefur tekið við stjórnartaumunum í kínversku Keanu Reeves myndinni Rally Car. Leikstjórinn, sem hefur einnig leikstýrt The Mortal Instruments: City of Bones, mun notast við handrit Jeremy Lott, sem aftur byggir handrit sitt á uppkasti eftir Stephen Hamel. Rally Car fjallar um fyrrum NASCAR ökuþór, sem Reeves leikur, sem neitar […]

Kínverskur náungi horfir til baka

Jia Zhang-ke, a guy from Fenyang , eða Jia Zhang-Ke: Náungi frá Fenyang, var RIFF mynd gærdagsins hér á kvikmyndir.is. Í myndinni förum við með hinum rómaða kínverska leikstjóra Jia Zhang-ke, f. 1970,  í ferðalag til gamla heimabæjar hans Fenyang, heimsækjum tökustaði, gamla vini, og heyrum sögur af honum, fjölskyldunni, og lífinu undir alræðisstjórn, en leikstjórinn […]

Kínversk framtíðarsýn

Kvikmyndir.is brá sér í Háskólabíó í gær sunnudag og sá kínversku RIFF myndina Mountains may depart. Þó að myndin sé skilgreind sem Drama, þá má einnig flokka hana sem vísindaskáldsögu, enda ferðast hún með okkur aftur og fram tíma, aftur til 1999, þá til nútímans og svo að lokum til ársins 2025 þar sem þriðji og síðasti […]

Star Wars loksins í Kína

Kínverjar fá nú loksins að sjá fyrstu Stjörnustríðsmyndina í bíó, um fjórum áratugum eftir að hún var frumsýnd í öðrum löndum. Allar Star Wars myndirnar sex hafa verið teknar til sýninga á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Shanghai, þar af fyrstu þrjár myndirnar sem aldrei fyrr hafa verið sýndar í Kína. Engar áætlanir eru um frekari dreifingu […]

Willis kennir flug í Kína

Bruce Willis mun leika aðalhlutverkið í hinni sögulegu kínversku mynd The Bombing. Myndin, sem verður tekin upp í þrívídd með kínversku tali, fjallar um loftárásir Japana á kínversku borgina Changqing í Seinni heimsstyrjöldinni. Changquing er í suðvesturhluta Kína. Frumsýning er áætluð snemma á næsta ári. Leikstjóri er Xiao Feng. Tökur hófust í síðasta mánuði og […]

Cage er hvíta vofan í Kína

Nicolas Cage, öðru nafni Ghost Rider, og Hayden Christensen, öðru nafni Svarthöfði, leika aðalhlutverkin í austurlenska miðaldatryllinum Outkast, en fyrsta stiklan úr myndinni var að koma út rétt í þessu. Ef eitthvað er að marka stikluna er ekki margt nýtt á ferðinni, en aðdáendur Cage fá þó eitthvað fyrir sinn snúð að venju – leikarinn […]

Transformers á toppnum – milljarður dala í kassanum

Transformers bíómyndir stórmyndaleikstjórans Michael Bay virðast ekki geta klikkað í miðasölunni, og nú er svo komið að nýjasta myndin, Transformers: Age of Extinction, er komin yfir milljarðs dollara markið í tekjum af sýningum á heimsvísu. Myndin er þar með orðin tekjuhæsta bíómynd ársins til þessa, en myndin hefur þénað 241,2 milljónir dala í Bandaríkjunum og […]

Transformers kærð í Kína

Eigendur kínversks útivistarsvæðis hafa kært framleiðendur nýju Transformers myndarinnar , þeirrar fjórðu í röðinni, af því að í myndinni sést ekki vörumerki ( logo ) garðsins. Frá þessu er sagt á vefsíðu japanska dagblaðsins Japan Today. Transformers myndirnar eru geysivinsælar í Kína, og kínversk fyrirtæki, allt frá mjólkurbúum til banka, hafa keppst við koma vörum sínum […]

Hungurleikar til Kína

Nýja Hungurleikamyndin, The Hunger Games: Catching Fire, hefur verið samþykkt til sýninga í Kína, en slíkt er ekki auðsótt mál í landi þar sem ritskoðun viðgengst og kvóti er á sýningum erlendra mynda. Áætlað er að sýna myndina á 3.000 bíótjöldum í landinu, og munar um minna fyrir framleiðendur. Frumsýning verður 21. nóvember. Bæði verður […]

Spielberg langar til Kína

Stjörnuleikstjórinn Steven Spielberg ætlaði að taka hressilega U-beygju eftir að hann leikstýrði Lincoln, myndinni um 16. forseta Bandaríkjanna, Abraham Lincoln, og snúa sér að vélmennatryllinum Robopocalypse. Þegar það verkefni var lagt á hilluna, komið langt á leið, beindi hann athygli sinni að stríðsdramanu American Sniper með Bradley Cooper í aðalhlutverkinu. En þegar ekki tókst að […]

Klipptur Django fær minni aðsókn

Django Unchained, nýjasta mynd bandaríska leikstjórans Quentin Tarantino, var frumsýnd ( aftur ) í Kína um helgina, en nú í mun færri kvikmyndahúsum en í fyrra skiptið , þ.e. í apríl sl., auk þess sem hún lendir í meiri samkeppni um áhorfendur. Myndin hefur verið stytt um þrjár mínútur eftir að klippt höfðu verið út […]

Klipptur Django fær minni aðsókn

Django Unchained, nýjasta mynd bandaríska leikstjórans Quentin Tarantino, var frumsýnd ( aftur ) í Kína um helgina, en nú í mun færri kvikmyndahúsum en í fyrra skiptið , þ.e. í apríl sl., auk þess sem hún lendir í meiri samkeppni um áhorfendur. Myndin hefur verið stytt um þrjár mínútur eftir að klippt höfðu verið út […]

Man of Tai Chi, Keanu Reeves – Fyrsta stiklan!

Fyrsta stiklan er komin fyrir frumraun bandaríska leikarans Keanu Reeves sem leikstjóra, Man of Tai Chi. Handrit myndarinnar skrifaði Michael G. Cooney, en myndin var tekin að öllu leyti í Kína. Leikarar eru Tiger Hu, sem var leikari og áhættuleikari í Matrix Reloaded/Revolutions,  Karen Mok, Iko Uwais ásamt Keanu Reeves sjálfum og fleirum. Sjáðu stikluna […]

Raunveruleikaþáttur leitar að Transformersleikurum

Útlit er fyrir að Mark Wahlberg, aðalleikari næstu Transformers myndar, Transformers 4, muni leika á móti kínverskum raunveruleikastjörnum í myndinni. The Hollywood Reporter segir frá því á vefsíðu sinni að Paramount Pictures ætli að vera með raunveruleikasjónvarpsþátt í Kína til að finna kínverska leikara í Transformers 4. Þættirnir munu bera nafnið Transformers 4 Chinese Actor […]

Klipptur Django líklega aftur í bíó

Þó að upplýsingar frá Kína séu af frekar skornum skammti þá er það þó að frétta af sýningum á nýjustu mynd Quentin Tarantino, Django Unchained, þar í landi, að búist er við að hún fari aftur í bíó þar innan skamms, eftir lítilsháttar viðbótar lagfæringar. Eins og við sögðum frá á fimmtudaginn þá var henni […]

Hætt við sýningar á Django Unchained í Kína

Loksins þegar komið var að frumsýningu á fyrstu Quentin Tarantino myndinni sem tekin er til sýningar í Kína, var á síðustu stundu ákveðið að hætta við frumsýninguna, af „tæknilegum ástæðum“. „Við fengum skipun um þetta frá höfuðstöðvunum í morgun kl. 10, en það var of seint til að stöðva tvær sýningar sem voru komnar af […]

Transformers 4 fær kínverskan fókus

Paramount kvikmyndafyrirtækið bandaríska segir í tilkynningu að það hafi gert samning við kínversku fyrirtækin China Movie Channel og Jiaflix Enterprises um að fjórða Transformers myndin, Transformers 4, verði að stórum hluta tekin upp í Kína, en Transformers myndirnar hafa notið mikilla vinsælda í landinu. The China Movie Channel er einskonar RÚV þeirra Kínverja ( e. The […]

Django Unchained sýnd í Kína

Hingað til hafa kínverskir kvikmyndaunnendur ekki fengið að njóta kvikmynda Quentin Tarantino en nú virðast tímarnir breyttir því nýjasta mynd leikstjórans, Django Unchained, verður frumsýnd þar í landi þann 11. apríl næstkomandi. Þessu greindu Sony Pictures frá í dag. Django Unchained hefur svo sannarlega slegið í gegn en hún vann til tvennra Óskarsverðlauna þar sem […]

Hobbiti nálgast milljarðinn – Kínverjar flykkjast í bíó

The Hobbit: An Unexpected Journey nýtur mikillvar velgengni í Kína, en myndin var frumsýnd þar um helgina og þénaði jafnvirði 17,8 milljóna Bandaríkjadala á frumsýningarhelginni, samkvæmt upplýsingum frá dreifingaraðila myndarinnar, Warner Bros. Þetta þýðir að myndin er nú á mörkum þess að brjóta eins milljarðs dollara múrinn í tekjum á heimsvísu. Að þessum tekjum meðtöldum […]