Kunnugleg andlit í fyrstu Dunkirk stiklu

Fyrsta stiklan í fullri lengd fyrir nýjustu mynd Christopher Nolan, Dunkirk, kom út í dag, en myndin gerist í Seinni heimsstyrjöldinni árið 1940 og segir frá því þegar 300.000 hermenn bandamanna lentu í umsátri Nasista í Dunkirk í norður Frakklandi, og var bjargað.

kenneth-branagh

Mörg kunnugleg andlit koma við sögu í stiklunni, m.a. breski leikarinn Kenneth Branagh, poppstjarnan Harry Styles úr bresku hljómsveitinni One Direction, Tom Hardy, Mark Rylence, Cillian Murphy ofl.

Miðað við stikluna má eiga von á orrustum á landi og sjó, og mörgum dramatískum andartökum.

Myndin kemur í bíó 21. júlí nk.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan: