Staðgengill í nektarsenum

Jessica Alba hefur krafist þess að notaður verði staðgengill fyrir hana í nektarsenum hennar í Sin City: A Dame to Kill for. Ástæðan er sú að leikkonan  ekki nógu ánægð með líkamann sinn eftir að hafa eignast tvö börn á undanförnum árum.

„Líkaminn hennar er mjög flottur en henni finnst hann ekki nógu flottur,“ sagði heimildarmaður tímaritsins Life and Style.

Sin City kom út árið 2005  við frábærar undirtektir. Framleiðsla á framhaldsmyndinni hefur dregist mjög á langinn en núna eru tökurnar loksins að fara að hefjast með Robert Rodriguez og Frank Miller við stjórnvölinn.