Ray Liotta og Piven í Sin City 2

Ray Liotta, Juno Temple og Jeremy Piven hafa bæst við leikaraliðið í Sin City 2, samkvæmt heimildum vefsíðunnar The Playlist.

Þau bætast í góðan leikarahóp því Mickey Rourke, Jessica Alba og Rosario Dawson, sem öll léku í fyrstu myndinni, verða um borð í framhaldinu, rétt eins og nýliðarnir Josh Brolin og Joseph Gordon-Levitt.

Tökur á myndinni eru þegar hafnar í  Troublemaker Studios í Austin, Texas, og bíða margir spenntir eftir útkomunni.

Sin City: A Dame To Kill For er væntanleg í bíó vestanhafs í október í leikstjórn Robert Rodriquez.