Carey orðuð við The Lego Batman Movie

Söngkonan Mariah Carey er í viðræðum um að ljá Commissioner Gordon rödd sína  í The Lego Batman Movie, sem verður hliðarmynd hinnar vinsælu The Lego Movie.  Heimildir Deadline.com herma að Carey muni þar með bætast í hóp með Ralph Fiennes (Alfred the Butler), Will Arnett (Batman), Michael Cera (Robin), Rosario Dawson (Batgirl) og Zack Galifianakis (The Joker). […]

Pyntingarnar í Trance trufluðu McAvoy

Tökur á pyntingaatriðum í spennumyndinni Trance í leikstjórn Danny Boyle fóru illa í aðalleikarann James McAvoy. Í myndinni leikur McAvoy uppboðshaldara á listmunum sem missir minnið eftir að rán er framið. Hann segir að gróf ofbeldisatriði trufli hann venjulega lítið en pyntingarnar í þessari ollu honum hugarangri. „Þær höfðu dálítil áhrif á mig. Pyntingarnar náðu […]

Dawson trúir á dáleiðslu

Kvikmyndaleikkonan Rosario Dawson trúir nú á dáleiðslu, eftir að hafa prófað að láta dáleiða sig fyrir nýjustu mynd sína Trance, sem leikstýrt er af Danny Boyle. Samkvæmt frétt í The Independent þá prófuðu aðrir leikarar í myndinni einnig dáleiðslu, þeir Vincent Cassell og James McAvoy, en án árangurs, að því er blaðið segir. Leikstjórinn, Boyle […]

Eva Green bætist við Sin City 2

Eva Green hefur bæst við leikarahópinn í framhaldsmyndinni Sin City: A Dame to Kill For. Green, sem sló í gegn í Bond-myndinni Casino Royale, mun leika hina hættulegu „femme fatale“ Ava Lord. Að sögn höfundarins og leikstjórans Frank Miller er Lord: „Draumur hvers einasta manns en á sama tíma hans versta martröð“. Green vakti síðast […]

Ray Liotta og Piven í Sin City 2

Ray Liotta, Juno Temple og Jeremy Piven hafa bæst við leikaraliðið í Sin City 2, samkvæmt heimildum vefsíðunnar The Playlist. Þau bætast í góðan leikarahóp því Mickey Rourke, Jessica Alba og Rosario Dawson, sem öll léku í fyrstu myndinni, verða um borð í framhaldinu, rétt eins og nýliðarnir Josh Brolin og Joseph Gordon-Levitt. Tökur á […]

Dáleiddur þjófur – Ný stikla

Við birtum nýjar myndir úr nýjustu kvikmynd breska leikstjórans Danny Boyle, Trance,  fyrir skemmstu, en nú er stiklan komin út og hægt er að horfa á hana hér að neðan. Myndin fjallar um uppboðshaldara í listhúsi sem skipuleggur rán á meistaraverki eftir spænska listmálarann Goya, ásamt illvígum glæpaforingja. Uppboðshaldarinn svíkur glæpaforingjann í ráninu miðju, og […]

Svar við myndagátu 2

Glöggir lesendur voru ekki lengi að átta sig á myndagátunni sem við birtum í fyrradag, og sjá má hér að neðan. Svarið við gátunni var að sjálfsögðu Rosario Dawson 🙂   Næsta gáta verður birt á fimmtudag, og svo á eftir henni verðum við með jóla- verðlaunagátu! Fylgist með á síðunni næstu daga.