Útlagar verða hetjur í Syndaborginni

Framhaldsmyndin Sin City: A Dame To Kill For verður frumsýnd þann 22. ágúst næstkomandi, en í dag var sýnd ný stikla úr myndinni sem segir frá útlögunum í Syndaborginni og hvernig þau ætla að ná fram hefndum á yfirvaldinu. Myndin er líkt og sú fyrri byggð á teiknimyndasögu eftir Frank Miller og leikstýrt af Robert Rodriguez. […]

Horfðu saman á Sin City 2

Leikstjórinn Robert Rodriguez var í viðtali hjá SiriusXM á dögunum og sagði þar frá frábærum fréttum fyrir aðáendur kvikmyndarinnar Sin City, sem er gerð eftir teiknimyndasögum Frank Miller. „Já, Sin City 2, ég var einmitt að horfa á hana með Frank Miller í gærkvöldi“ sagði Rodriguez við SiriusXM og hélt áfram „Hann hafði ekkert út […]

Sin City 2: Jessica Alba spennt

Jessica Alba gerði garðinn frægan í hlutverki sínu sem Nancy Callahan í fyrstu myndinni um Syndaborgina. Síðan þá hafa komið fréttir árlega um gerð nýrrar myndar en ekkert gerst fyrr en nú. Tökur eru hafnar á Sin City: A Dame To Kill For og er Jessica Alba spennt og ánægð að fá að taka þátt […]

Eva Green bætist við Sin City 2

Eva Green hefur bæst við leikarahópinn í framhaldsmyndinni Sin City: A Dame to Kill For. Green, sem sló í gegn í Bond-myndinni Casino Royale, mun leika hina hættulegu „femme fatale“ Ava Lord. Að sögn höfundarins og leikstjórans Frank Miller er Lord: „Draumur hvers einasta manns en á sama tíma hans versta martröð“. Green vakti síðast […]

Staðgengill í nektarsenum

Jessica Alba hefur krafist þess að notaður verði staðgengill fyrir hana í nektarsenum hennar í Sin City: A Dame to Kill for. Ástæðan er sú að leikkonan  ekki nógu ánægð með líkamann sinn eftir að hafa eignast tvö börn á undanförnum árum. „Líkaminn hennar er mjög flottur en henni finnst hann ekki nógu flottur,“ sagði […]

Sin City 2 loksins staðfest!

Eftir margra ára bið, endalaus áform, og linnulausar tilkynningar um að það muni ‘hugsanlega’ gerast, hefur framhaldið af hinni lofuðu og geysivinsælu Sin City loksins verið staðfest og er nú í forvinnslu. Hún hefur öðlast titilinn Frank Miller’s Sin City: A Dame To Kill For, en myndin verður byggð á samnefndri myndasögu. Robert Rodriguez snýr aftur […]

Batman-endurgerð Aronofskys í bígerð

Enn eru 3 mánuðir í lokakaflan í Batman-þríleik Christophers Nolan, en alveg síðan að kappinn tilkynnti að The Dark Knight Rises yrði hans síðasta Batman-mynd hefur kvikmyndaheimurinn velt því fyrir sér hver arftaki hans verður og hver stefna Batmans verður. Warner Bros. gáfu frá sér yfirlýsingu í dag sem leysir ráðgátuna í eitt skipti fyrir […]

Rodriguez úthellir (vonandi) blóði í ár

Það er ekkert leyndarmál að í sex ár hafa aðdáendur hinnar frábæru Sin City beðið eftir hverfula framhaldinu með þvílíkri eftirvæntingu, aðeins til að enda með ekkert í höndunum. Í október síðastliðnum glittaði hins vegar fyrir vonarneista þegar að leikstjórinn Robert Rodriguez sagði að handrit myndarinnar væri við það að klárast og að tökur myndu […]

Sin City 2 fer að hefja tökur

Í nógu langan tíma núna hefur önnur Sin City myndin verið í framleiðslu, en samkvæmt nýjustu fregnum frá aðstandenum myndarinnar, fer að styttast í tilvist hennar; eða að minnsta kosti að tökur hefjist. Á San Diego Comic-Con í ár sagði einn leikstjóri fyrstu myndarinnar, Robert Rodriguez, að handritið væri nánast fullkomið og að tökur myndu […]