Robert Loggia, sem lék í myndum á borð við Big, Independence Day og Scarface, lést á heimili sínu í Los Angeles í gær, 85 ára gamall.
Hann hafði barist við Alzheimers-sjúkdóminn síðastliðinn fimm ár.
Loggia vakti fyrst verulega athygli á hvíta tjaldinu sem drykkfelldur faðir Richard Gere í An Officer and a Gentleman.
Í kjölfarið lék hann eiturlyfjabaróninn Frank Lopez í Scarface og einkaspæjara í Jagged Edge. Hann var tilnefndur til Óskarsverðlaunannna fyrir síðarnefnda hlutverkið.
Þekktasta hlutverk hans var á móti Tom Hanks í gamanmyndinni Big. Þar dönsuðu þeir saman á risastóru hljómborði í leikfangabúð.
Árið 1996 lék Loggia í Independence Day þar sem hann lék hershöfðingja sem veitti forseta Bandaríkja ráðgjöf varðandi innrás geimvera í landið.