Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)
Heillandi og vel gerð kvikmynd sem fjallar um þrettán ára strák sem fær ósk sína uppfyllta, og verður fullorðinn í einu vetfangi en aðeins líkamlega. Vönduð og vel unnin kómedía með alvarlegum undirtón þrettán ára lífssýnar í hörðum heimi fertugsaldursins. Leikstjórinn, Penny Marshall, er einkar flink í að setja upp þessar andstæður og láta þær skella saman í gamni og alvöru en hér er hinsvegar ekki gert út á kómedíu fíflaskaparans heldur er kímnin fundin í hinu smáa. Tom Hanks fer hreint alveg á kostum í hlutverkinu. Ekki má heldur gleyma þeim Elizabeth Perkins, John Heard og Robert Loggia. Ég gef kvikmyndinni BIG þrjár og hálfa stjörnu og mæli eindregið með henni við alla þá sem vilja eiga notalega og umfram allt skemmtilega kvöldstund. Hún er nefnilega pottþétt skemmtun.
Tengdar fréttir
15.02.2021
Stanley Tucci dásamar Ísland
23.01.2021
Þáttaröð um Vigdísi Finnbogadóttur í bígerð
31.12.2020
Stjörnurnar sem kvöddu okkur á árinu