Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

A League of Their Own 1992

Fannst ekki á veitum á Íslandi

To achieve the incredible you have to attempt the impossible.

128 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 81% Critics
The Movies database einkunn 69
/100
Tilnefnd til 2 Golden Globe verðlauna. Geena Davis fyrir leik í aðalhlutverki og Madonna og Shep Pettibone fyrir lagið: "This Used To Be My Playground"

Í seinni heimsstyrjöldinni, þegar allir karlmenn voru í stríðinu, þá unnu konur í staðinn störf sem karlmenn höfðu unnið áður heima fyrir. Eigendur hafnaboltaliðs, sem vilja ekki að hafnaboltinn leggist í dvala um alla framtíð, ákveða að stofna kvennalið. Útsendarar eru sendir út um allt land til að finna kvenkyns leikmenn. Einn útsendaranna kemur til... Lesa meira

Í seinni heimsstyrjöldinni, þegar allir karlmenn voru í stríðinu, þá unnu konur í staðinn störf sem karlmenn höfðu unnið áður heima fyrir. Eigendur hafnaboltaliðs, sem vilja ekki að hafnaboltinn leggist í dvala um alla framtíð, ákveða að stofna kvennalið. Útsendarar eru sendir út um allt land til að finna kvenkyns leikmenn. Einn útsendaranna kemur til Oregon og finnur þar konu að nafni Dottie Hinson, sem er ótrúlega góð. Hann kemur til hennar og spyr hana hvort hún vilji koma og reyna sig, en hún hefur ekki áhuga. Systir hennar Kit hinsvegar, vill komast burtu frá Oregon, og býðst til að fara. Hann samþykkir þetta með því skilyrði að hún nái að plata systur sína til að koma líka. Þær eru síðan valdar í sama liðið. Jimmy Dugan, fyrrum hafnaboltaleikmaður, en núna fyllibytta, er þjálfari liðsins. En honum finnst þetta ekki vera alvöru starf þannig að hann heldur áfram að drekka og er ekkert að sinna starfinu sem skyldi. Dottie ákveður því að taka málin í sínar eigin hendur. Eftir nokkra mánuði, þegar svo virðist sem stelpurnar séu ekki að ná neinum árangri, þá lítur út fyrir að deildin verði lögð niður, þar til Dottie gerir nokkuð sem vekur mikla athygli ........ minna

Aðalleikarar


Ég þoli ekki hafnabolta, og hef aldrei gert. Þetta er langdregin, hallærisleg íþrótt sem er mun skemmtilegri þegar hún heitir kýló og maður spilaði hana úti í götu með vinum sínum. En þessi mynd gerir hana alls ekki svo slæma. Þetta er sennilega besta hafnaboltamynd sem ég hef séð (og tel ég þá með væmnina Field of Dreams, sem Costner eyðileggur eins og flest annað). A League Of Their Own er þessi týpíska saga af lítilmagnanum sem ber sigur úr býtum í lokin, en hún gerir það mjög skemmtilega. Sagan er sú að þegar seinni heimsstyrjöldin er í fullum gangi vantar karlmenn til að halda uppi þjóðaríþrótt Kananna, hafnabolta. Lausnin er einsföld: Snjall viðskiptamaður ræður stelpur til starfans. Myndin segir frá liðinu Rockford Peaches, sem Tom Hanks stjórnar kófdrukkinn og inniheldur leikmenn á borð við Geenu Davis, Madonnu, Rosie O'Donnell, Lori Petty og hina furðulegu Megan Cavanagh. Í aukahlutverkum eru Garry gamli Marshall sem tyggjóauðjöfurinn og David Strathairn. Og ekki má gleyma Jon Lovitz, sem leikur fýlda hausaveiðarann. Fyrst hata allir stelpuboltann, svo elska allir stelpuboltann, þær kljást við erkióvinina í Racine Belles, og allir standa eftir glaðir með tárin í augunum. Auðvitað, þetta er nú einu sinni amerísk bíómynd. En ég er búinn að sjá þessa mynd aftur og aftur og nýt hennar alltaf jafn mikið. Áfram stelpur!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn