Independence Day (1996)12 ára
( ID4 )
Tegund: Vísindaskáldskapur
Leikstjórn: Roland Emmerich
Skoða mynd á imdb 6.9/10 398,068 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Söguþráður
Þann 2. júlí fara fjarskiptatæki um allan heim að truflast af einhverjum furðulegum bylgjum. Fljótlega verða menn varir við gríðarlega stóra hluti sem eru á leið til jarðar og menn óttast að rekist á Jörðina. Í fyrstu halda menn að þetta séu loftsteinar, en seinna sjá menn að um er að ræða risastór geimskip sem geimverur stjórna. Eftir árangurslausar tilraunir til að ná sambandi við geimverurnar, þá uppgötvar vísinda- og tæknimaðurinn David Levinson, að geimverurnar ætli sér að ráðast á fjölda stórborga um allan heim á sama andartakinu. Þann 3. júlí eyða geimskipin New York, Los Angeles og Washington. Eftirlifendur flýja í átt að svæði 51, hinu dularfulla tilraunasvæði stjórnvalda, þar sem sagt er að menn geymi geimskip. Eftirlifendurnir ákveða að búa til áætlun um að grípa til varna og ráðast á geimverunar, og þann 4. júlí verður dagurinn þar sem mannkynið mun berjst fyrir frelsi sínu. 4. júlí verður þjóðhátíðardagurinn ...
Tengdar fréttir
17.10.2015
Laus úr grjótinu, vill ganga í slökkviliðið
Laus úr grjótinu, vill ganga í slökkviliðið
Independence Day og Christmas Vacation leikaranum Randy Quaid og eiginkonu hans Evi hefur verið sleppt úr fangelsi, en þeim var stungið bakvið lás og slá vegna ákæru um skemmdarverk í húsi sem þau höfðu átt í Kaliforníu. Hjónin höfðu setið í fangelsi síðan 9. október sl. Randy sagði utan við dómhúsið eftir að dómari hafði leyst þau úr haldi án þess að...
22.09.2015
Geimverurnar með betri tækni en síðast
Geimverurnar með betri tækni en síðast
Tökum er lokið á myndinni sem margir bíða spenntir eftir, Independence Day: Resurgence, en frumsýning er áætluð 24. júní 2016. Þá verða einmitt liðin nær nákvæmlega 20 ár frá því fyrsta myndin var frumsýnd.  Enn hefur engin stikla birst úr myndinni, en leikstjórinn, Roland Emmerich, hefur gefið mönnum smá innsýn í það sem koma skal í samtölum við blaðamenn,...
Trailerar
Stikla #2
Stikla #1
Umfjallanir
Dómar og einkunn
Rotten tomatoes gagnrýnendur: 60% - Almenningur: 75%
Vann Óskarsverðlaun fyrir tæknibrellur og tilnefnd til Óskars fyrir hljóð. Fjöldi annarra tilnefninga og verðlauna.