Independence Day (1996)12 ára
( ID4 )
Tegund: Vísindaskáldskapur
Leikstjórn: Roland Emmerich
Skoða mynd á imdb 6.9/10 370,023 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Söguþráður
Þann 2. júlí fara fjarskiptatæki um allan heim að truflast af einhverjum furðulegum bylgjum. Fljótlega verða menn varir við gríðarlega stóra hluti sem eru á leið til jarðar og menn óttast að rekist á Jörðina. Í fyrstu halda menn að þetta séu loftsteinar, en seinna sjá menn að um er að ræða risastór geimskip sem geimverur stjórna. Eftir árangurslausar tilraunir til að ná sambandi við geimverurnar, þá uppgötvar vísinda- og tæknimaðurinn David Levinson, að geimverurnar ætli sér að ráðast á fjölda stórborga um allan heim á sama andartakinu. Þann 3. júlí eyða geimskipin New York, Los Angeles og Washington. Eftirlifendur flýja í átt að svæði 51, hinu dularfulla tilraunasvæði stjórnvalda, þar sem sagt er að menn geymi geimskip. Eftirlifendurnir ákveða að búa til áætlun um að grípa til varna og ráðast á geimverunar, og þann 4. júlí verður dagurinn þar sem mannkynið mun berjst fyrir frelsi sínu. 4. júlí verður þjóðhátíðardagurinn ...
Tengdar fréttir
05.05.2014
Manneskjunar verða tækniþróaðri í Independence Day 2
Manneskjunar verða tækniþróaðri í Independence Day 2
Framhaldsmyndin að Independence Day mun gerast í nútímanum, eða u.m.þ.b. 20 árum eftir að fyrsta myndin var gerð. Handritshöfundar myndarinnar, Dean Devlin og Roland Emmerich, sögðu frá því í viðtali á dögunum að myndin muni gerast í nútímanum, en þó í tækniþróaðari nútíma, því manneskjunar hafa komist að miklum tækniundrunum í geimskipum geimveranna sem brotlentu...
23.03.2014
Homeland leikari látinn
Homeland leikari látinn
Leikarinn James Rebhorn, sem margir þekkja úr þáttunum Homeland, er látinn. Rebhorn lést á heimili sínu á föstudaginn. Hann var 65 ára. Rebhorn hefur leikið í mörgum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og má þar telja Scent of a Woman, The Talented Mr. Ripley, Independence Day og The Game. Hann lék einnig FBI fulltrúann Reese Hughes í sjónvarpsþáttunum vinsælu, White Collar og...
Trailerar
Stikla #2
Stikla #1
Umfjallanir
Dómar og einkunn
Rotten tomatoes gagnrýnendur: 60% - Almenningur: 75%
Vann Óskarsverðlaun fyrir tæknibrellur og tilnefnd til Óskars fyrir hljóð. Fjöldi annarra tilnefninga og verðlauna.