Nói vinsælastur

Stórmyndin Noah, í lekstjórn Darren Aronofsky, var frumsýnd um helgina og létu gestir kvikmyndahúsanna á Íslandi sig ekki vanta ef marka má aðsóknartölur helgarinnar, því myndin trónir á toppi listans með hreint út sagt ágætum.

Myndin fjallar eins og flestir ættu að vita, um Nóa úr Biblíunni sem smíðaði Örk og bjargaði kven- og karldýri af hverri tegund um borð í Örkina þegar syndaflóðið skall á Jörðinni. Myndin var tekin upp að hluta til hér á landi og aðstoðaði kvikmyndaframleiðslufyrirtækið True North við upptökurnar.

Russell Crowe as Noah

Noah hefur þurft að glíma við mikla gagnrýni trúarflokka fyrir það eitt að vera saga úr Biblíunni og hafa nú þegar nokkur lönd bannað kvikmyndina. Gagnrýnendur hér á landi hafa bæði lofað myndina og gagnrýnt hana harkalega. Almenningur virðist einnig vera á sama máli.

Í öðru sæti listans er kvikmyndin Need For Speed, með Aaron Paul í aðalhlutverki. Paul  er sennilega best þekktur sem meth-salinn Jesse Pinkman í hinum vinsælu þáttum Breaking Bad frá AMC.  Myndin segir frá vélvirkjanum Tobey Marshall sem er nýsloppinn úr fangelsi og þarf að ná hefndum á þeim sem ber ábyrgð á fangelsisvist hans.

Oftar en ekki rata teiknimyndir í efstu sæti listans og er þar síðastliðna helgi engin undantekning. Íkornanir í The Nut Job skemmtu jafnt ungum sem öldnum um helgina og situr myndin í þriðja sæti yfir aðsóknarmestu myndir helgarinnar.

Noah_Ice

Stikk: