NASA velur fáránlegustu Sci-Fi myndina

Geimferðastofnun Bandaríkjanna, eða NASA, valdi nýlega fáránlegustu Sci-Fi myndir sem gerðar hafa verið. Listann prýddu myndir á borð við The 6th Day, Armageddon, Chain Reaction og Volcano, en sú mynd sem hreppti þann vafasama heiður að vera fáránlegasta sci-fi myndin var 2012, sem kom út árið 2009.

NASA, sem vonast til að sjá fleiri raunverulegri sci-fi myndir á næstu árum, sögðu stórslysamyndina 2012 bæði hafa verið algerlega byggð á staðreyndarvillum sem og sannfært sláandi mikið af fólki að heimsendir væri í raun í nánd. Aðeins tvær myndir hlutu hrós fyrir að að vera hvað raunhæfastar, en það voru þær Blade Runner og Gattaca.

– Bjarki Dagur