Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir

Eldfjall 2011

(Volcano)

Frumsýnd: 30. september 2011

96 MÍNÍslenska
Valin framlag Íslendinga til Óskarsverðlauna. Hefur unnið fjölda verðlauna á kvikmyndahátíðum um allan heim, Myndin hlaut hin virtu Fipresci verðlaun frá samnefndum alþjóðasamtökum kvikmyndagagnrýnenda og hins vegar verðlaun kirkjunnar á Íslandi, á RIF

Hannes er kominn á eftirlaun eftir 37 ára starf sem húsvörður í skóla þar sem nemendum stóð ætíð stuggur af honum. Hann veltir því nú fyrir sér hvað hann eigi að taka sér fyrir hendur og efst á listanum er að gera upp gamlan bát sem hann á. Annað sem Hannes myndi gjarnan vilja laga er samband hans við tvö uppkomin börn sín, en það samband er ekki upp... Lesa meira

Hannes er kominn á eftirlaun eftir 37 ára starf sem húsvörður í skóla þar sem nemendum stóð ætíð stuggur af honum. Hann veltir því nú fyrir sér hvað hann eigi að taka sér fyrir hendur og efst á listanum er að gera upp gamlan bát sem hann á. Annað sem Hannes myndi gjarnan vilja laga er samband hans við tvö uppkomin börn sín, en það samband er ekki upp á marga fiska. Eina ástæðan fyrir því að hann hittir þau endrum og sinnum er að þau koma stundum að heimsækja móður sína, Önnu. Við föður sinn hafa þau hins vegar lítið að tala og enn minni áhuga á því. Kvöld eitt þegar þau Hannes og Anna eru að snæða kvöldverð fær Anna heilablóðfall. Eftir að hún er flutt á sjúkrahús og rannsökuð kemur í ljós að hún mun sennilega aldrei komast til heilsu á ný. Í stað þess að skilja Önnu eftir í höndum lækna og hjúkrunarfólks ákveður Hannes að fara með hana heim þar sem hann tekur til við að hjúkra henni og sjá henni fyrir því sem hún þarf. Um leið fær hann sjálfur nægan tíma til að skoða sjálfan sig og eigið líf og kemst að því að það er aldrei of seint að taka út þroska og laga það sem aflaga hefur farið.... minna

Aðalleikarar

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

18.08.2020

Bergmál verðlaunuð í Kanada

Kvikmyndin Bergmál hlaut nýverið sérstök dómnefndarverðlaun á hinni árlegu kvikmyndahátíð í Gimli í Kanada. Þetta eru sjöttu alþjóðlegu kvikmyndaverðlaunin sem myndin hlýtur og vann til sinna fyrstu verðlaun í ...

10.08.2019

Momoa segist ekki gera Aquaman 2, því jarðýta ók yfir hann

Ofurhetjumyndastjarnan Jason Momoa, stendur í ströngu þessa helgina þar sem hann er staddur í sinni heimasveit, Hawaii í Bandaríkjunum, en hann fæddist árið 1979 í Nānākuli í Honolulu. Momoa mótmælir harðlega by...

10.06.2018

Tilkomumikill hasar en efniviðurinn ristir grunnt

Í stuttu máli er "Jurassic World: Fallen Kingdom" uppfull af tilkomumiklum hasar og frábærum sjónbrellum en aðrir þættir klikka heldur mikið.  Eftir atburði „Jurassic World“ (2015) búa risaeðlurnar einar á eyjunni Isla Nublar og vi...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn