Chain Reaction
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ofbeldi
Myndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn
SpennumyndDramaVísindaskáldskapur

Chain Reaction 1996

Reaction Time 8-4-96

5.6 45,348 atkv.Rotten tomatoes einkunn 16% Critics 6/10
107 MÍN

Eddie Kasalivich, nemandi við háskólann í Chicago, vinnur sem tæknimaður fyrir hóp vísindamanna sem uppgötvar nýja, ódýra og vistvæna orku. Þegar einn aðal vísindamaðurinn er myrtur og uppgötvuninni stolið, þá er sök komið á Eddie og eðlisfræðinginn Lily Sinclair, og þau þurfa að flýja til að bjarga lífi sínu, með alríkislögregluna bandarísku... Lesa meira

Eddie Kasalivich, nemandi við háskólann í Chicago, vinnur sem tæknimaður fyrir hóp vísindamanna sem uppgötvar nýja, ódýra og vistvæna orku. Þegar einn aðal vísindamaðurinn er myrtur og uppgötvuninni stolið, þá er sök komið á Eddie og eðlisfræðinginn Lily Sinclair, og þau þurfa að flýja til að bjarga lífi sínu, með alríkislögregluna bandarísku FBI, leyniþjónustu Bandaríkjanna CIA og fleiri á hælunum. Paul Shannon, kennari Eddie, stjórnar vísindafyrirtæki, sem, án þess að Eddie viti af því, hefur hag af uppgötvuninni. Eddie og Lily reyna nú að finna uppfinninguna og vonast til að hreinsa nafn sitt í leiðinni.... minna

Aðalleikarar

Keanu Reeves

Eddie Kasalivich

Morgan Freeman

Paul Shannon

Rachel Weisz

Dr. Lily Sinclair

Fred Ward

FBI Agent Leon Ford

Kevin Dunn

FBI Agent Doyle

Brian Cox

Lyman Earl Collier

Leikstjórn

Handrit


UMFJALLANIR AF ÖÐRUM MIÐLUM


Svipaðar myndir


Gagnrýni (3)


Ágætis mynd sem fjallar un ungan nema við háskóla í Chicago sem er sakaður um að hafa sprengt vetnisverksmiðjuna sem hann lærði í. Í helstu aðalhlutverkum eru Keanu Reeves og Morgan Freeman. Þessi mynd er aðeins ágætis afþreying en ekkert meira. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Eftir megahittið Fugitive gerir leikstjórinn Andrew Davis þetta þunnildi sem fer gjörsamlega fyrir ofan garð og neðan. Keanu Reeves leikur einhvern unglingsvísindamann sem ásamt breskri unglingsvísindakonu gera merkilega uppgötvun sem þó sumir vilja að komi ekki fyrir almenningssjónir. Þá er uppgötvunin sprengd í loft upp, ásamt hálfri borginni, og unglingunum kennt um allt. Algjört þunnildi sem ber helst að varast.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er ömurleg mynd, þótt ég fíla einn leikarann í myndinni, Morgan Freeman. Þessi á að vera svona í anda The Fugitive, en hún er svo miklu betri en þessi. Ég mæli engan veginn með þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn