Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

The Guardian 2006

Frumsýnd: 20. október 2006

When lives are on the line, sacrifice everything.

139 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 37% Critics
The Movies database einkunn 53
/100

Ben Randall er björgunarsundmaður hjá strandgæslunni. Þegar áhöfnin hans deyr í slysi og hjónabandið endar með skilnaði, þá biður yfirmaður hans hann um að þjálfa unga björgunarsundmenn í herskólanum. Hann kynnist þar Jake, sem er efnilegur en sjálfumglaður, þar sem hann var eitt sinn sundmeistari. Auk þess býr hann yfir leyndarmáli sem heldur aftur... Lesa meira

Ben Randall er björgunarsundmaður hjá strandgæslunni. Þegar áhöfnin hans deyr í slysi og hjónabandið endar með skilnaði, þá biður yfirmaður hans hann um að þjálfa unga björgunarsundmenn í herskólanum. Hann kynnist þar Jake, sem er efnilegur en sjálfumglaður, þar sem hann var eitt sinn sundmeistari. Auk þess býr hann yfir leyndarmáli sem heldur aftur af honum, en Ben kennir honum sitthvað um missi, ást og fórnir.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Klisjuhátíð
The Guardian hefði getað orðið góð mynd hefðu ekki svona 200 aðrar myndir notað sömu formúlu margoft áður.

Myndin er algjör klisjugrautur, nánast út alla lengdina. Mér líkaði vel við leikaranna og framleiðsluna sem hér var borin fram, en ég vissi nákvæmlega hvað ætti eftir að gerast svona korteri á undan atburðarásinni.

Handritið er heldur ekkert sérstaklega heillandi, og þá helst vegna þess að það inniheldur yfirdrifnar og þvingaðar samræður ásamt hálf ótrúverðugri framvindu og þróun. Ég fann lítið til með lykilpersónum myndarinnar, og aukapersónur voru í flestum tilvikum óhemju þunnar og litlausar.

Annars er öll uppbygging og þróun þessarar myndar eins basic og þær gerast. Það er nákvæmlega ekkert nýtt hér á seiði, burtséð frá nokkrum flottum brelluskotum, sem raunar minntu talsvert mikið á hina grútleiðinlegu The Perfect Storm. Það skásta við áhorfið er að manni leiðist ekkert alltof mikið. Það er hins vegar allt annað mál hversu oft undirritaður neyddist til að líta á klukkuna meðan að sýningu stóð.

4/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The Guardian byrjar með smá möguleika fyrir fína mynd, þrátt fyrir augljósu klisjurnar sem myndin er stofnuð á, þ.e.a.s Kevin Costner og Ashton Kutcher að leika eldri og yngri útgáfur af nánast sömu manneskju sem lifa við það að bjarga öðru fólki í lífshættu út á hafi. En myndin nær að forðast flestar hlægilegar klisjur þar til nær dregur að endinum, þá er eins og Jerry Bruckheimer hafi tekið við stjórnvöllinn og gersamlega slátrað þeirri smá von sem myndin hafði. Það var ekki leiðinlegt að horfa á þessa mynd, gaman að sjá Kevin Costner gera eitthvað, enda var hann það skásta við myndina. En fyrir Ashton Kutcher þá sýndist mér þetta vera hans sorglega tilraun fyrir óskarsverðlaunatilnefningu, ég sver að ´for your consideration´ birtist á skjánum meðan hann grét úr sér lungun í myndinni. Þessi mynd er örugglega elskuð af fólki sem vinnur við björgunarstörf af sama tagi og í myndinni, og þá sérstaklega af Bandaríkjamönnur þar sem kanaáróðurinn var alls ekki vel falinn, en fyrir mig og líklega þig, þá er þetta ekkert meira heldur en þolanleg ræma sem skilur ekkert eftir sig og er fljótgleymin. Ég veit ekki hvert Andrew Davis er að fara, en hann er kominn langt í burtu frá The Fugitive sem reynist eiginlega vera hans eina merkilega kvikmynd hingað til. The Guardian stóðst undir væntingum mínum sem dæmigert miðjumoð, en hvað það var gott að hafa fengið að sjá hana frítt, ekki þess virði að eyða 900kr. nema þér hundleiðist og hefur nákvæmlega ekkert betra að gera.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn