Eldbikarinn stendur sig

Þrátt fyrir að heildartekjur Harry Potter myndanna hafa lækkað með hverri mynd (sú fyrsta græddi í heildina $317 milljónir, nr. 2 var með $265, svo þriðja $249) þá lítur út fyrir að Harry Potter and the Goblet of Fire hafi átt allra stærstu opnunarhelgina til þessa af þeim öllum í Bandaríkjunum!
Myndin þénaði yfir helgina 101,4 milljónir á aðeins þremur dögum, og er það fjórða stærsta opnun frá upphafi (hinar eru Spider-Man 2 ($114m), Star Wars: Revenge of the Sith ($108m) og Shrek 2 ($108m)).

Þessar fréttir þykja heldur merkilegar, einnig miðað við það að Goblet of Fire fékk opinberlega PG-13 aldursstimpilinn (sú fyrsta í HP-röðinni til að fá slíkt merki) fyrir að þykja fullóhugnanleg og áköf fyrir yngri áhorfendur (undirritaður sá myndina í síðustu viku og getur fullyrt að þessi stimpill sé vel við hæfi – svona ágætis viðvörun gagnvart fólki sem hefur það í huga að draga litlu krakkana með sér).