Náðu í appið
3
Bönnuð innan 12 ára

Star Wars: Revenge of the Sith 2005

(Star Wars: Episode III - Revenge of the Sith)

Frumsýnd: 20. maí 2005

The saga is complete.

140 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 79% Critics
The Movies database einkunn 68
/100

Nú eru þrjú ár liðin frá klónastríðunum ( e. the Clone Wars ). Leiðtogi vélmennahersins, Grievous hershöfðingi, hefur klófest Palpatine forsætisráðherra og heldur honum um borð í skipi sínu, Ósýnilegu hendinni. Jedi meistarinn Obi-Wan Kenobi og Jedi riddarinn Anakin Skywalker þurfa að ná að komast ómeiddir í gegnum Coruscant, og fara til Ósýnilegu handarinnar... Lesa meira

Nú eru þrjú ár liðin frá klónastríðunum ( e. the Clone Wars ). Leiðtogi vélmennahersins, Grievous hershöfðingi, hefur klófest Palpatine forsætisráðherra og heldur honum um borð í skipi sínu, Ósýnilegu hendinni. Jedi meistarinn Obi-Wan Kenobi og Jedi riddarinn Anakin Skywalker þurfa að ná að komast ómeiddir í gegnum Coruscant, og fara til Ósýnilegu handarinnar til að geta bjargað forsætisráðherranum. En um það bil þegar þeir eru að ná því að bjarga ráðherranum, þá birtist Dooku greifi. Obi-Wan og Anakin berjast báðir við hann sem endar með því að Obi-Wan missir meðvitund. Anakin gerir sér lítið fyrir og sneyðir af Dooku höfuðið og drepur hann. Anakin heldur á Obi-Wan, og Palpatine eltir hann. Þeir hitta Grievous hershöfðingja augliti til auglitis, og Anakin reynir að fljúga skipinu svo þeir geti lent örugglega á Coruscant. Seinna fer Palpatine að hegða sér undarlega, og reynir í sífellu að fá Anakin til að trúa því að Jedi öldungaráðið sé á móti honum. Að lokum, kemur í ljós að hann er hinni myrki og illi Lord of the Sith. Nú þarf jedi meistarinn Mace Windu að berjast gegn honum .... ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Revenge of the Sith er eina myndin úr nýju seríunni sem virkilega stóð undir væntingum. Hún gæti meira að segja verið sú besta af þeim öllum, líka Empire. Það eru fáranlega flott atriði í þessari mynd. Upphaflega geimorustan er mögnuð. Bardaginn við Dooku og björgun Palpatine. Svo er það Wookie orustan, Obi-Wan vs. Grevious, Anakin vs. Obi-Wan og Yoda vs. Darth Sidious. General Grevious er flott viðbót við sith flotann og nokkuð ferskur karakter, einskonar hálf geimvera og hálft vélmenni.

Helsti gallinn er eins og síðast Hayden Christensen. Hann hefur lítið skánað, en hei, það er ekki eins og Mark Hamill sé einhver Marlon Brando. Plottið hans Palpatine er ganga upp og Anakin er eins og deig í höndunum á honum. Það verður að segjast að Ian McDiarmid er flottasti leikarinn í nýju seríunni. Klónarnir úr síðustu mynd eru nú komnir í fulla notkun hjá góðu gaurunum en enginn veit að þeir eru í raun undir stjór Palpatine. Þegar hann gefur þeim svo “order 66” drepa þeir næstum alla jedi. Mér fannst alltaf skrítið hversu fljótur Anakin var að skipta yfir úr því að vera jedi og í það að slátra börnum. Allt út af því að Palpatine gæti mögulega kennt honum að bjarga Padmé frá dauða við fæðingu barnanna sinna. Hefur þetta fólk aldrei heyrt um keisaraskurð? Það var pínu fyndið að heyra Anakin allt í einu tala með rödd og hrynjanda James Earl Jones, það virkaði ekki mjög trúverðugt. Mér fannst gaman að sjá Luku og Leiu sem smábörn í lokin og sjá þegar þeim er komið til fósturforledra sinna á Tatooine og Alderaan. Myndin reynir eins og hún getur að tengja kafla 3 og 4 saman. Bæði hvað varðar útlit og tónlist. Næst eru það gamla serían, það verður fróðlegt að sjá hvernig hún stenst beinan samanburð.

George Lucas sagðist hafa gert kafla 1-3 í raun til þess að geta gert þessa mynd. Sumir vilja meina að hann hefði átt að sleppa hinum köflunum og fara beint í þessa, ég er ekki sammála því en það er sjónarmið.

“Good is a point of view, Anakin. The Sith and the Jedi are similar in almost every way, including their quest for greater power.”
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Atburðarrás er nákvæmlega sá sem margir Stjörnustríðs-aðdáendur hafa beðið eftir síðan þeir komu af Return of The Jedi árið 1983. Ég hins vegar hef bara beðið eftir þessu síðan ég var lítill ca. 8 ára. Nú er biðin á enda og Stjörnustríð kafli 3: Hefnd Sith er komin út.


Myndin segir frá þriðja kafla í einni vinsælustu kvikmyndaseríu allra tíma. Hún segir líka frá falli Anakins til myrkruhliðarinnar og umbreytunum í Darth Vader (Svarthöfða). Myndin fer í gegnum skemmtilega atburðarrás þar sem er mikið gerist eins og enda stríðsins, útrýmingu Jedi-riddarana og fæðingu tvíburana. Það sem vantaði í myndina og gerði mig pínu vonsvikin er það að ekkert var sagt frá upphafi uppreisnarinnar. Persónurnar í myndinni voru hver af annari skemmtileg nema vélmennið Grievous hershöfðingi sem var eins og hann hafi verið tekin beint úr einhverri teiknimynd. En maður gat nú ekki annað en að lýta framhjá því vegna þess hversu góð myndin er.

Myndin byrjar á mögnuðu og vel gerðu geimbardagaatriði sem ekki er hægt að lýsa í orðum vegna mikilla yfirburða í tæknibrellum. Söguþráðurinn fer vel af stað og heldur áfram á sama róli gegnum myndina, þ.e.a.s. hún nær að halda sögunni mjög vel. Leikararnir fara á kostum og sérstaklega túlkun Ian McDiarmid á Palpatine keisara, það var hrein snilld að sjá manninn leika þetta í síðasta skiptið og sýna fram á mátt keisarans. Kvikmyndataka og tæknibrellur voru í hæsta gæðaflokki og leikstjórnin var mjög góð, miðað við Episode II: Attack Of The Clones.Þessi mynd verður ávallt í minningunni minni út af því að þetta er síðasta Stjörnustríðsmyndin.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Star Wars: Revenge of the Sith er algjör snilld, George Lucas gerði þetta alveg frábær, hann lokaði hringnum með glæsibrag, ég get varla lýst því hversu myndin er góð, þeir Hayden Christensen og Ian McDiarmid eru snillingar þeir tveir leika hlutverkin alveg snildarlega sem Anakin og Obi-Wan Kenobi.

Star Wars: Episode III - Revenge of the Sith er snilld.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Já botninn sleginn í sögu sem byrjaði fyrir 28 árum. Eftirvæntingin sem byrjaði þegar tilkynnt var um Episode 1-3 var mikil. En eftir Episode 1 og 2 bjóst maður ekki við miklu frá Episode 3. En maður fær miklu meira en maður bjóst við. Mér finnst persónlega langflottast í þessum myndum þegar stór skip eru í stórum bardögum. Byrjunin í þessari er því algjör snilld! Þá er ég ekki að segja snilld og byrja á öðru heldur er þessi bardagi einn af 10 bestu senum sem ég hef séð. Myndin er flott en rosalega er allt tölvugert, mér finnst það leiðinlegt og pirrandi.

Ewan McGregor stendur sig vel, Natalie Portman finnur sig í erfiðu hlutverki, Samuel L. Jackson er einfaldlega rosalega svalur og Ian McDiarmid er stórkostlegur. Hayden Christensen er ekki besti leikarinn í myndinni en hann á nokkur góð atriði. R2-D2 er langflottasti karakterinn í öllum myndunum og hann heldur því hér áfram. Lucas nær manni í atriðinu þar sem Jedarnir er drepnir. Það er gott atriði og þegar Jedinn með hvíta skeggið deyr fékk ég sjokk. Ég vissi að hann myndi deyja en á eftir Mace Windu er hann langflottasti Jedinn. Myndin er fjórða alvöru Star Wars myndin en það vantar samt einhvern neista í hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þvílik snilld þessi mynd, gaman auðvitað að sjá Anakin breytast í svartahöfða og bardagan milli Anakins og Obi wan,sem verður að teljat flottasti bardagi sem ég hef séð í Star Wars, myndatakan er snilld hljóðið gersist varst betra og tæknin er bara vá. Hér sannast að hann Georg sé ekki dauður á öllum æðum, ég er vra á því að þetta er besta Star Wars myndin. Genaral greivious er bra flottur í myndini og skipin eru orðin stjörnulík geimskipunum úr þeim gömlu. Jackson á hér eina bestu frammistöðu og þegar upphálds persóna mí n Plo Koon dó kom smá tár úr augunum mínum. Þessi mynd verðskuldar 4 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

22.10.2021

WALL-E vinsælasta vélmennið

Dregið hefur verið í bíómiðaleik kvikmyndir.is og hafa vinningshafar fengið miða sína senda í tölvupósti. Við þökkum fyrir góða þátttöku og hvetjum alla til að fylgjast með í framtíðinni. Við verðum reglulega ...

14.12.2019

Stór geislabardagi skorinn niður í Star Wars mynd

Eitt af því sem aðdáendur Star Wars ræða hvað mest í hverri Stjörnustríðskvikmynd, eru bardagaatriði með geislasverðum, og skiptir þá einu hvort að þar séu Obi-Wan Kenobi og Qui Gon Jinn að berjast við Darth ...

15.10.2019

Óendanlega mikið efni á Disney+

Ný streymisveita Disney afþreyingarrisans fer brátt í gang, og nú er orðið ljóst hvað boðið verður upp á í veitunni, en um er að ræða gríðarlegt magn af efni. Sagt er frá þessu á vef Gizmodo. Um helgina birti fyrirtækið stutta kitlu á Twitter, þar sem stiklað var á stóru, og sagt frá einhverjum af þeim kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem í boði verða. Þar er ekki eingöngu um nýtt og frumsamið efni eins og geimvestrann The Mandalorian að ræ...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn