Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Star Wars: The Empire Strikes Back 1980

(Star Wars: Episode V - The Empire Strikes Back)

The battle continues...

124 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 95% Critics
The Movies database einkunn 82
/100
Hlaut Óskarsverðlaun fyrir besta hljóð og var tilnefnd fyrir bestu sviðsmynd og tónlist.

Uppreisnarmennirnir flýja hið illa keisaraveldi og yfirgefa bækistöð sína á Hoth. Leia prinsessa, Han Solo og vélmennið C-3PO flýja í hinni löskuðu geimflaug Millenium Falcon, en eru síðar tekin til fanga af Svarthöfða og Bespin. Logi geimgengill og vélmennið R2-D2, á sama tíma, fylgja skipunum hins framliðna Ben Kenobi, og fá Jedi þjálfun hjá Yoda á... Lesa meira

Uppreisnarmennirnir flýja hið illa keisaraveldi og yfirgefa bækistöð sína á Hoth. Leia prinsessa, Han Solo og vélmennið C-3PO flýja í hinni löskuðu geimflaug Millenium Falcon, en eru síðar tekin til fanga af Svarthöfða og Bespin. Logi geimgengill og vélmennið R2-D2, á sama tíma, fylgja skipunum hins framliðna Ben Kenobi, og fá Jedi þjálfun hjá Yoda á Dagobah. Mun Logi ná að bjarga vinum sínum frá hinum illa Svarthöfða?... minna

Aðalleikarar

Besta Sci-Fi mynd allra tíma?
Það er ekki spurning fyrir mér hvað er besta Star Wars myndin, já það er Empire Strikes Back. Af hverju ætli það sé? Er það twistið í endanum? Persónusköpunin? Vader? Hasarinn? Sagan? Boba Fett? Ég segi: Þetta allt! Allir þessir hlutir gera þetta að bestu Star Wars myndinni og einni af bestu Sci-Fi myndum allra tíma.

Þegar ég var lítill var ég hræddur við en um leið heillaður af þessari mynd. Hvað hún er ólík hinum, dimmari og stundum hrellandi. Ég tók líka eftir seinna að Vader er miklu meira "Terrifying" í þessari mynd en hinum. James Earl Jones spilaði röddina sína á miklu meira hrellandi stig. Mér fannst hann alltaf spila röddina sem sterkur diplómati í 4 myndinni og gamall maður í 6(sort of). En í þessari mynd hræðist maður hann! Og ég held að þetta gerði hann að einum af bestu villains allra tíma. Allar persónunar í þessari mynd eru þroskaðri og þroskast enn meira, annar frábær leikari bætist í hópinn (Billy Dee Williams) og brillerar hér eins og alltaf, Handritið er sterkara en í hinum myndunum og dramað í hámarki. Hasarinn í þessari er að mínu mati langbestur, lokabardaginn er sá besti og besti geislasverða bardagi sem ég hef séð í Star Wars mynd (kannski fyrir utan Yoda gegn keisaranum í 3 myndinni). Annars get ég sagt lítið annað um þessa snilld nema: Do or do not. There is no try
10/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Empire er almennt talin vera besta Star Wars myndin. Hún er hinsvegar alls ekki fullkomin. Þegar ég horfði á hana núna tók ég eftir að mér hálfleiddist fyrstu 20 mín á Hoth, snjóskrímslið og allt það. Flest atriðin í skýjaborginni hjá Lando Calrissian voru frekar dull líka. Það er samt nóg af frábærum atriðum. Snjóorustan á Hoth er rosalega flott enn þann dag í dag. Flótti Han-Solo frá skipum Vader í gegnum lofsteinana er mjög skemmtilegt. Luke þjálfast í jedi fræðum hjá Yoda í fenjum Dagobah. Svo auðvitað berst Luke við Vader og kemst í leiðinni að smá leyndarmáli. Það atriði er enn mjög áhrifaríkt þó svo að maður viti vel fjölskyldutengslin og þó svo að það komi frekar steikt NOO.

Myndin er mjög dökk og alvarleg. Þó svo að það sé slegið á létta strengi, oftast í tengslum við R2D2, 3CPO eða Solo. Hún endar líka í ósigri. Luke tapar bardaganum við Vader (og hendinni) og Han-Solo fer sem með Bobo Fett sem gísl, frosinn í þokkabót. Empire er klárlega best af gömlu seríunni og hefur elst mjög vel.

"Well Princess, it looks like you managed to keep me here a while longer."

Empire er ein af 2 myndum í seríunni sem Lucas leikstýrir ekki sjálfur. Mér finnst mjög merkilegt að Kershner skuli varla hafa gert aðra mynd á ferlinum sem var virkilega góð. Robocop 2 var ekki meira en la la.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er sú lang besta í Star Wars seríunni hún var betri en 1,2,4,6 en mér finnst númer þrjú vera jafngóð enda fékk hún súper dóma.Ég mæli mikið með þessari mynd bara endilega leigiði hana á vídeólegunni og kíkið strax á þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þegar George Lucas gerði Star Wars hafði hann hugsað sér hana sem miklu stærri mynd en hægt var að koma fyrir innan tveggja klukkustunda. Hann gerði Star Wars úr fyrsta hluta handritsins, en hann gat engan veginn vitað fyrirfram um þær gífurlegu vinsældir sem fyrsta myndin hlaut. Hann hafði samið um greiðslur fyrir leikstjórn og handritsgerð fyrstu myndarinnar fyrir mjög lág laun, en hafði haldið réttinum að gerð framhaldsmynda, sem hann hefur ekki enn afsalað sér til þessa dags, enda reyndist vörumerkið 'Star Wars' vera gífurleg gullnáma. Eftir gerð fyrstu myndarinnar var George Lucas einfaldlega uppgefinn. Hann hafði lagt allt undir, rétt eins og aðalhetjurnar í myndinni og uppskorið vel. En átökin höfðu dregið mjög úr heilsu hans og treysti hann sér einfaldlega ekki til að leikstýra framhaldsmyndinni heilsunnar vegna. Því fékk hann til liðs við sig leikstjórann Irvin Kershner, sem áður hafði gert hina æsispennandi, The Eyes of Laura Mars, með Faye Dunaway, og sem síðar átti eftir að skilja eftir sig hina eftirminnilegu anti-Bond mynd, Never Say Never Again, með Sean Connery. Einnig fékk Lucas með sér sem handritshöfund Lawrence Kasdan, sem síðar átti eftir að skrifa handritið að Raiders of the Lost Arc og hefja sinn eigin leikstjóraferil. Plottið á bakvið The Empire Strikes Back er einfalt. Darth Vader vill útrýma öllum uppreisnarmönnum nema Luke Skywalker, og fá Luke á band með Keisaraveldinu. Darth Vader hefur uppi í erminni eitt eftirminnilegasta útspil kvikmyndasögunnar. En fyrst fer Luke í æfingabúðir hjá Yoda, 900 ára gömlum Jedi meistara. Á sama tíma eru Han Solo, Leia og félagar þeirra á flótta undan Keisaraveldinu, en tekst ekki að koma sér undan vegna kænsku mannaveiðarans Boba Fett, sem rekur ferðir þeirra til Skýjaborgarinnar sem Lando Calrissian er í forsvari fyrir. Tæknibrellurnar eru stórgóðar, og hinar ýmsu verur nokkuð vel gerðar, þó að maður sé nú fljótur að sjá að þetta eru bara brúður, en maður verður nú að vera tilbúinn að gefa eitthvað eftir í þeirri deildinni til að njóta myndarinnar til fullnustu. Þessi mynd er í alla staða frábært framhald af Star Wars og gefur fyrri myndinni ekkert eftir. Oft er sagt að hún sé betri en Star Wars, en ég er ekki á þeirri skoðun. Finnst hún hins vegar byggja stórvel á þeim heimi sem skapaður var með fyrstu myndinni. Jafngóð fyrstu myndinni!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Star Wars: The Empire Strikes Back nær ekki að fylgja fyrri myndini A New Hope nógu vel eftir en nær er valla hægt að komast. Þetta er frábær mynd og er leikstjórinn fínn en Lucas hefði öruglega gert betri hluti hefði hann leikstýrt myndinni en þessi Irvin er fínn. Harrison Ford fer á kostum og Mark Hamill líka. Söguþráðurinn er fínn og eru tæknibrellurnar frábærar. Tónlistin í myndini er frábær og eru búningarnir líka fínir. Ég mæli með því að allir sjái þessa mynd enda er hér á ferðini frábær mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

15.10.2019

Óendanlega mikið efni á Disney+

Ný streymisveita Disney afþreyingarrisans fer brátt í gang, og nú er orðið ljóst hvað boðið verður upp á í veitunni, en um er að ræða gríðarlegt magn af efni. Sagt er frá þessu á vef Gizmodo. Um helgina birti fyrirtækið stutta kitlu á Twitter, þar sem stiklað var á stóru, og sagt frá einhverjum af þeim kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem í boði verða. Þar er ekki eingöngu um nýtt og frumsamið efni eins og geimvestrann The Mandalorian að ræ...

02.01.2016

Rödd Boba Fett úr Star Wars látin

Leikarinn Jason Wingreen, sem er líklega þekktastur fyrir að ljá Boba Fett rödd sína í The Empire Strikes Back, er látinn, 95 ára gamall. Wingreen lék yfir 200 hlutverk á ferli sínum, þar á meðal í sjónvarpsþáttunum All i...

02.08.2015

The Empire Strikes Back er best að mati Pegg

Simon Pegg hefur raðað Star Wars-myndunum sex í röð frá þeirri verstu til þeirrar bestu, á aðeins sextíu sekúndum. Pegg, sem leikur í hinni væntanlegu Star Wars: The Force Awakens, setur Star Wars: The Empire Strikes B...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn