Áhorf vikunnar (11.-17. jan)

Aftur hvet ég kvikmyndaáhugamenn til að rísa upp úr
sunnudagsþynnkunni (við erum nú íslendingar) og tjá sig (þ.e.a.s. á kommentsvæðinu) um hvað þeir horfðu á
á s.l. viku. Og þá meina ég hvað sem er, hvort sem þið sáuð það hjá vini,
í bíó, heima í stofu eða á gamalli PSP-tölvu. Gefið efninu
síðan einkunn (eins og þið mynduð hvort eð er gera í umfjallanaskrifum)
og látið smá texta fylgja með, en bara ef þið nennið…

Dæmi:

Í vikunni horfði ég á:

Sherlock Holmes (2. áhorf) – 7/10
Skemmtileg afþreying

The Road (2. áhorf) – 7/10
Alls ekki skemmtileg afþreying, en samt fjandi góð mynd.

It’s Complicated – 7/10
Kom mér þægilega á óvart þessi.

The Invention of Lying (2. áhorf) – 6/10
Engin snilld, en samt frumleg og býsna vanmetin að mínu mati.

Hot Rod (2. áhorf) – 7/10
Ég varð að sýna félögum mínum þessa (þeir elskuðu hana). Orð fá því ekki lýst hvað þessi húmor er freðinn.

Match Point – 9/10
Ein albesta mynd Woodys. Get alltaf horft á hana.

Svo
horfði ég á haug af gömlum Coupling-þáttum (dýrka þá!), eitthvað af
Supernatural, Breaking Bad og sá síðan Loftkastalann sem Hrundi. Má
helst ekki gefa komment á þetta seinastnefnda. Ekki strax allavega.

Hvað horfðir þú á í vikunni? Hreinskilni er æskileg og klám er víst talið með.