Stærsta myndin af alheimi Marvel til þessa

The Marvels, sem kom í bíó í gær, er þrítugasta og þriðja Marvel ofurhetjumyndin og framhald kvikmyndarinnar Captain Marvel sem sló í gegn árið 2019.

Þar fengu áhorfendur að kynnast ævintýrum Carol Danvers, öðru nafni Captain Marvel, í túlkun Óskarsverðlaunaleikkonunnar Brie Larson, en Captain Marvel er fyrsta aðal-kvenhetjan í Marvel heiminum til að fá gerða um sig framhaldsmyndir.

Uppátektarsamur tónn

Kevin Feige framleiðandi og forstjóri Marvel Studios segir í kynningarefni myndarinnar að það sem geri nýju myndina sérstaka sé að hún sé unnin frá grunni af leikstjóranum Nia DaCosta, en hún hafi skapað skemmtilegan, uppátektarsaman tón í söguna sem sé algjörlega nýr í Marvel heimum. „Og við beinum kastljósinu að þremur kraftmiklum konum sem allar eru ólíkar en passa fullkomlega saman sem glæsilegt hetjuþríeyki,“ segir Feige.

Söguþráðurinn er þessi: Carol Danvers, eða Captain Marvel, hefur endurheimt stöðu sína frá Kree einræðisvaldinu og hefnt sín á Supreme Intelligence. En afleiðingar af því eru að Carol ber nú ábyrgð á alheimi í ójafnvægi. Þegar hún þarf að sinna verkefni sem snýr að afbrigðilegum ormagöngum og tengjast Kree uppreisnarhópi, blandast ofurkraftar hennar við Kamala Khan, öðru nafni Ms. Marvel, og frænku Carol, S.A.B.E.R. geimfarann Captain Monica Rambeau. Saman verður þrenningin að vinna að því að bjarga alheiminum.

The Marvels (2023)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn5.5
Rotten tomatoes einkunn 62%

Carol Danvers, eða Captain Marvel, hefur endurheimt stöðu sína frá Kree einræðisvaldinu og hefnt sín á Supreme Intelligence. En afleiðingar af því eru að Carol ber nú ábyrgð á alheimi í ójafnvægi. Þegar hún þarf að sinna verkefni sem snýr að afbrigðilegum ormagöngum og ...


„The Marvels er risastór alheimssýn,“ segir aðstoðarframleiðandinn Mary Livanos. „Þarna er teiknuð upp stærsta mynd af alheimi Marvel sem við höfum séð til þessa. Þar á meðal eru staðir og persónur sem birta okkur allskonar sérvisku og dulúðlegheit sem aðdáendur vísindaskáldsagna elska.“

Með helstu hlutverk auk Larson fara Teyonah Parris, Iman Vellani, Zawe Ashton, Gary Lewis, Seo-Jun
Park, Zenobia Shroff , Mohan Kapur, Saagar Shaikh og Samuel L. Jackson.

Leikstjórinn, Nia DaCosta á að baki myndir eins og hrollvekjuna Candyman sem Jordan Peele framleiddi.

Candyman (2020)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn5.9
Rotten tomatoes einkunn 84%
The Movie db einkunn6/10

Framhald hrollvekjunnar Candyman frá árinu 1992. Snúið er aftur til Chicago þar sem goðsögnin varð til, um drauginn með krók fyrir hendi, sem birtist þegar fólk nefndi nafn hans fimm sinnum í röð fyrir framan spegil....

Mary Livanos segir um leikstjórann að þau séu afar ánægð með að hafa landað henni í stólinn. „Hún er ótrúleg kvikmyndagerðarkona sem er mjög annnt um verkefnin hverju sinni. Hún er hæfileikaríkur handritshöfundur sömuleiðis þannig að ég er gríðarlega spennt fyrir hennar vinnu í The Marvels. Hún er líka mikill lúði (e.nerd) rétt eins og við hjá Marvel Studios. Sýn hennar er stórbrotin.“

Skýrleikinn sem til þarf

Brie Larson er einnig himinlifandi að fá að vinna með DaCosta. „Það var alveg ljóst frá okkar fyrsta fundi,“ segir Larson. „Nia er lúði eins og ég. Hún veit allt um teiknimyndasögurnar og kann að vinna með þær. Að auki er hún mikill leiðtogi, og hefur sýnina, skýrleikann og annað sem til þarf.“

DaCosta, sem skrifaði handritið með Megan McDonnell og Elissa Karasik segist ofboðslega spennt að fá að leikstýra myndinni. „Captain Marvel er ótrúleg persóna, og það að fá að hafa áhrif á hvaða stefnu hún tekur í heimi Marvels er mjög heillandi.“

DaCosta sem lengi hefur verið aðdáandi teiknimyndasagna Marvel segir að hluti af undirbúningnum hafi falist í að lesa teiknimyndasögur sem hún hafði ekki lesið áður. „Ég las nokkur Captain Marvel blöð af því að ég elska Kelly Sue DeConnick [teiknimyndasagnahöfund],“ segir hún og bætir við; „og hún í raun og veru tók Carol Denvers og bjó til úr henni Captain Marvel.“

CAPTAIN MARVEL HLAÐVARPSÞÁTTUR

DaCosta sagðist einnig hafa búið sig undir verkið með því að horfa á fullt af eldri Marvel kvikmyndum. Þá sagðist hún hafa ráðfært sig við nokkra leikstjóra þeirra mynda.