Risahelgi hjá Five Nights at Freddy’s

Sigurvegari nýliðinnar helgar í miðasölunni í bíó á Íslandi var kvikmyndin Five Nights at Freddy´s en 6.200 manns börðu myndina augum. Myndin bar höfuð og herðar yfir myndina í öðru sæti íslenska bíóaðsóknarlistans, Hvolpasveitinni – Ofurmyndinni, en 1.400 manns sáu hana. Hvolpasveitin er hinsvegar búin að vera mjög vinsæl undanfarnar vikur og heildartekjur hennar eru nú 44,5 milljónir króna.

Þriðja vinsælasta kvikmyndin á Íslandi í dag er svo Killers of the Flower Moon, nýja Martin Scorsese myndin, en hún var á toppi listans í síðustu viku.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: