Avatar: The Way of Water aftur í bíó

Lang söluhæsta kvikmynd ársins 2022: Avatar: The Way of Water eftir leikstjórann James Cameron
er aftur komin í sýningar á stærsta bíótjaldi landsins, í Sambíóunum Egilshöll.

Um er að ræða sýningar í takmarkaðan tíma eða til 2. maí næstkomandi.
Um er að ræða einstakt tækifæri fyrir fólk að upplifa þessa stórmynd aftur eða í fyrsta sinn á hvíta tjaldinu í 3D, eins og segir í tilkynningu frá SAM bíóunum.

Milljarðar Bandaríkjadala

Samkvæmt upplýsingum á vefsíðunni boxofficemojo eru heildartekjur af sýningum Avatar: The Way of Water í bíó um heim allan nú rúmir 2,3 milljarðar bandaríkjadala.

Avatar: The Way of Water (2022)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.6
Rotten tomatoes einkunn 76%

Jake Sully býr ásamt fjölskyldu sinni á plánetunni Pandóru þegar kunnuglegur óvinur birtist sem vill ljúka við áður óklárað verk. Jake þarf nú að vinna með Neytiri og her Na'vi þjóðflokksins til að vernda plánetuna. ...

Tilnefnd til fjögurra Óskarsverðlauna. Sem besta mynd, hljóð, tæknibrellur og framleiðsluhönnun.