Leitaði í æsku sína

Nú um helgina var ný íslensk kvikmynd frumsýnd, mynd Hilmars Oddssonar, Á ferð með Mömmu.
Þetta er fyrsta mynd Hilmars síðan hann gerði jólamyndina Desember sem frumsýnd var árið 2009.

Desember (2009)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn5.4
The Movie db einkunn5/10

Aðalsöguhetjan Jonni (Tómas Lemarquis), hefur verið búsettur í Argentínu síðastliðin ár, er á heimleið til halda jól og taka upp plötu með gömlum félögum sínum. Hann vonast til að ná ástum söngkonunnar Ástu (Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir) á ný, en þeirra samband ...

Feðginin saman á ferð.


Á ferð með mömmu (2022)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.9

Þegar móðir Jóns og hans mesti áhrifavaldur fellur frá verða alger umskipti í lífi hans. Með uppáklætt líkið í aftursætinu og hundinn Brésnef við hlið sér tekst hann á hendur ferð þvert yfir landið til að heiðra hennar síðustu ósk. En mamma hefur ekki sagt sitt ...

Tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs. Hlaut aðalverðlaun alþjóðlegu kvikmyndaverðlaunanna PÖFF í Tallinn. Þröst­ur Leó Gunn­ars­son hlaut verðlaun ít­ölsku kvik­mynda­hátíðar­inn­ar BIF.

Í samtal við Morgunblaðið, um afhverju svo langt hefur liðið á milli mynda hjá honum, segir hann að þetta sé lengsta bilið. „Það hefur liðið mislangt á milli mynda hjá mér en þetta er það lengsta. Það er aðallega vegna þess að ég tók að mér að stýra skóla,“ segir Hilmar, en hann var rektor Kvikmyndaskóla Íslands í sjö ár.

Nota kvöld og helgar

Hann segist í samtalinu hafa hugsað sér að nota kvöld og helgar til að sinna sínum verkefnum, en hann hafi komist að því fljótt að það að reka kvikmyndaskóla hafi krafist vinnu nánast allan sólarhringinn.
„Þetta var stórkostlegur tími en ekki alltaf auðveldur,” segir Hlimar við Morgunblaðið. „En svo leit ég á það þannig að minni vakt þar væri lokið og ég segi stundum í gríni að ég vildi fá tækifæri til að gerast fátækur listamaður á ný,“ segir hann og hlær.

Ekki um fjölskyldu hans

Þá segist Hilmar í viðtalinu strax hafa vitað að hann myndi slá annan tón í þessari mynd en áður. Hann sé að leita í miklu persónulegri hluti, eins og æsku sína. Þó fjalli myndin ekki um hann eða fjölskyldu hans, heldur er það tónninn og frásagnarmátinn og hvernig hann segir söguna, sem sé skyldur því sem hann ólst upp við.

Fjölskyldumynd við Gullfoss.

Myndin var heimsfrumsýnd á Tallinn Black Nights hátíðinni í nóvember síðastliðnum og hlaut þar mjög góðar viðtökur. Myndin vann aðalverðlaun hátíðarinnar og var einnig verðlaunuð fyrir bestu tónlistina.

Söguþráðurinn er eftirfarandi: Þegar móðir Jóns og hans mesti áhrifavaldur fellur frá verða alger umskipti í lífi hans. Með uppáklætt líkið í aftursætinu og hundinn Brésnef við hlið sér tekst hann á hendur ferð þvert yfir landið til að heiðra hennar síðustu ósk. En mamma hefur ekki sagt sitt síðasta.
Myndin er íslensk/eistnesk samframleiðsla.

Aðalhlutverk: Þröstur Leó Gunnarsson, Kristbjörg Kjeld, Hera Hilmarsdóttir og Tómas Lemarquis.