Hollywood eins og villta vestrið

Í nýju kynningarmyndbandi fyrir drama-gamanmyndina Babylon, sem gerist á mektarárum Hollywood draumafabrikkunnar á þriðja áratug tuttugustu aldarinnar, spyr aðalleikkonan Margot Robbie hvert félagi hennar myndi fara ef hann gæti farið hvert sem er í heiminum. Hann svarar: Ég myndi vilja verða hluti af einhverju stærra en ég sjálfur.

Robbie leikur hlutverk Nellie LaRoy í myndinni. Þriðji áratugurinn í Hollywood var sá tími þegar iðnaðurinn var að feta sig frá þöglum myndum yfir í myndir með hljóði.

Myndin kemur í bíó hér á Íslandi 20. janúar nk.

Robbie fær sér smók.

Í myndbandinu segir leikstjórinn Damien Chazelle ( La La Land, Whiplash) að verkefnið sé það stærsta sem hann hafi unnið í hingað til.

Robbie bætir við að Hollywood á þessum árum hafi verið villt – eins og villta vestrið. Ofgnóttin og glamúrinn hafi verið slíkur.

Stærsta stjarnan

Aðalleikarinn Brad Pitt segir að í myndinni sé fylgst með mörgum persónum sem allar vilja vera hluti af einhverju stærra en það sjálft.

Pitt fer með hlutverk Jack Conrad, stærstu og mikilvægustu kvikmyndastjörnu þess tíma, sem er þarna á hátindi ferilsins.

Sögumaður í gegnum myndina er persóna að nafni Manny, leikinn er af Diego Calva. Hann er eins og hann lýsir því sjálfur í myndbandinu augu og eyru fyrir þá sem standa utan við herlegheitin.

Pitt reykir úti á svölum. Stuttu seinna dettur hann afturábak.

Robbie lýsir persónu sinni sem hvirfilbyl. Hún sé mikill stuðbolti og efnileg leikkona.

Pitt segir að myndin sé stór í sniðum, einskonar epík.

Úrkynjað samfélag

Þess má geta að lokum að vefsíðan Vulture leiðir getum að því að myndin sé líklega ekki nefnd í höfuðið á hinu forna heimsveldi Babylon heldur sé hér vísað til annarrar þýðingar orðsins, sem er „úrkynjað samfélag“.

Sjáðu myndbandið hér fyrir neðan og nokkur plaköt þar fyrir neðan: