Andhetja á gráu svæði – Myndband

Dwayne Johnson, sem fer með hlutverk ofurhetjunnar Black Adam í samnefndri kvikmynd sem kemur í bíó á föstudaginn, segir í glænýju kynningarmyndbandi að andhetja, líkt og Black Adam, lifi á gráa svæðinu þegar kemur að ofurhetjuheiminum.

Hann segir að þegar komi að ofurhetjum almennt sé þetta yfirleitt svart eða hvítt, þær séu góðar eða vondar, en andhetjur, séu þarna mitt á milli.

Hrífst af fínu línunni

Leikstjóri Black Adam, Jaume Collet-Serra, segist í myndbandinu hrífast af hetjum sem feta þessa fínu línu milli þess að gera það sem talist getur rétt og þess sem þarf að gera.

Eins og Black Adam orðar það í myndbandinu: Black Adam mun tryggja vonda kallinum makleg málagjöld – Black Adam réttlæti.

Black Adam útskýrir málin.

Djöflar að innan

Breski leikarinn Pierce Brosnan, sem fer með hlutverk Doctor Fate / Kent Nelson segir í myndbandinu að Black Adam séð þjáður. Djöflar séu innra með honum.

Síðar í myndbandinu segir hinn vængjaði Aldis Hodge, sem leikur Carter Hall / Hawkman að hetjur drepi ekki fólk. Jú, svarar Adam. „Ég geri það.“

Rödd í lok myndbandsins segir svo að Black Adam hafi nægt vald til að eyða heiminum, en hann geti líka bjargað honum.

Sjáðu myndbandið hér fyrir neðan: