Köngulóin kyngimögnuð á toppinum

Eins og við sögðum frá á dögunum sló myndin um Köngulóarmanninn, Spider-Man: No Way Home, met þegar hún varð tekjuhæsta kvikmynd allra tíma á opnunarhelgi á Íslandi. Þessa vikuna heldur köngulóin sæti sínu á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans þrátt fyrir að tvær aðrar nýjar Jólamyndir hafi komið í bíó um síðustu helgi, teiknimyndin Syngdu 2 og The Matrix Resurrections.

Dr. Ock.

Tekjur Spider-Man eftir þessar tvær sýningarhelgar eru gríðarlegar á stuttum tíma, eða um fimmtíu milljónir íslenskra króna og að óbreyttu mun myndin fara að velgja íslenska grínhasarnum Leynilöggu verulega undir uggum, en hún er í dag tekjuhæsta myndin í sýningum með rúmar 76 milljónir króna í heildartekjur. Leynilögga kom reyndar einnig út á streymisveitum á dögunum og því er hægt að sjá hana bæði heima og á stóru tjaldi í bíó þessa dagana.

Dr. Strange kemur við sögu í Spider-Man: No Way Home.

Sjáðu aðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: