Nýtt í bíó – Suburbicon

Nýjasta kvikmynd í leikstjórn George Clooney, Suburbicon, verður frumsýnd á föstudaginn næsta í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói, Akureyri.

Sérkennileg atburðarás fer í gang eftir að fækkar um einn í bænum Suburbicon. Glæpamenn ráðast inn á heimili Gardner-hjónanna og myrða húsmóðurina … en herra Gardner lætur ekki þar við sitja.

Eins og segir í tilkynningu frá Senu þá er Suburbicon gerð eftir handriti Coen-bræðranna. „Þeir eru auðvitað þekktir fyrir sínar snjöllu og óvæntu sögufléttur og húmor sem oft verður mjög dökkur – enda er myndin bönnuð börnum innan sextán ára!“

Leikstjórn: George Clooney
Leikarar: Julianne Moore, Oscar Isaac, Matt Damon

Áhugaverðir punktar til gamans: 

-Suburbicon er sjötta myndin sem George Clooney leikstýrir en þær fyrri eru Confessions of a Dangerous Mind, Good Night, and Good Luck, Leatherheads, The Ides of March og The Monuments Men. Suburbicon er samt fyrsta mynd hans sem hann leikur ekki sjálfur í.

-Þeir George Clooney og Coen-bræðurnir hafa verið góðir vinir og samstarfsfélagar um árabil og hefur George leikið í fjórum mynda þeirra, O Brother, Where Art Thou? (2000), Intolerable Cruelty (2003), Burn After Reading (2008) og Hail, Caesar! (2016).

-Aðalleikarar myndarinnar, Matt Damon, Julianne Moore og Oscar Isaac, hafa einnig öll leikið áður í Coen-myndum, en við látum lesendum eftir að rifja upp hvaða myndir það eru.

-Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum, hlaut þar tvenn eftirsótt verðlaun og var tilnefnd til Gullna ljónsins.

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan: