Langvinsælust aðra vikuna í röð

Aðra vikuna í röð er ævintýramyndin Beauty and the Beast lang vinsælasta bíómyndin á landinu með rúmar 9 milljónir króna í tekjur. Nýju myndirnar Life og Power Rangers áttu þónokkuð í land með að skáka Fríðu og dýrinu, eins og myndin heitir á íslensku, og þénuðu báðar rúmlega 2 milljónir króna í öðru og þriðja sæti íslenska aðsóknarlistans.

Þrjár aðrar nýjar myndir eru á listanum að þessu sinni. Gaman-spennumyndin Chips er í sjötta sæti, íslenska heimildarmyndin 15 ár á Íslandi fer beint í 24. sæti listans og dramað The Midwife fer beint í það 26.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: