Heyrnarlausir fengu engan texta

Heyrnarlausir kvikmyndahúsagestir í Bretlandi þurftu að sætta sig við að éta það sem úti frýs eftir að enginn texti var í boði fyrir þá á sérstakri sýningu á gamanmyndinni Bridget Jones’s Baby fyrir heyrnarlausa, sem þeir höfðu borgað sig inn á.

bridget

Ekki skánaði það þegar einn sýningargestur fór að kvarta þegar 25 mínútur voru liðnar af myndinni, og var þá sagt að engin textuð útgáfa findist.

David Deacon, 24 ára, frá Wallington, var einn þeirra 15 sem höfðu borgað sig inn á myndina í Croydon Vue kvikmyndahúsinu. Hann sagði í samtali við Standard dagblaðið: „Ég útskýrði stöðuna, kaldhæðnislega, þá var eins og ég talaði fyrir daufum eyrum, og eina lausnin sem yfirmaður kvikmyndahússins gat boðið okkur var að gefa okkur frímiða í sárabætur.

„Það var líka áfall að heyra að yfirmaðurinn sagði að þeir findu ekki textaða útgáfu myndarinnar og voru ekkert að tilkynna mér og öðrum sem voru í kvikmyndahúsinu það eftir að myndin var byrjuð.“

Deacon, sem fékk 30 punda gjafakort í sárabætur, fékk síðar tölvupóst frá stjórnanda kvikmyndahúsakeðjunnar þar sem sagði: „Við skoðun, þá virðist, vegna mannlegra mistaka, að rangri mynd hafi verið hlaðið á sýningarvélina. Það tekur nokkra klukkutíma að hlaða inn nýrri mynd, og því var útilokað fyrir bíóstjórann að laga þetta, og ég biðst innilegrar afsökunar.“

Í Bridget Jones Baby snýr Renée Zellweger aftur í hlutverki Bridget, sem og Colin Firth , auk Patrick Dempsey, sem er nýr í seríunni.

Myndin er nú þegar orðin aðsóknarmesta bíómynd allra tíma í Bretlandi, af myndum sem frumsýndar hafa verið í september.

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan: